Sviptingar á toppnum: Dortmund nýtti sér tap Bayern Aron Guðmundsson skrifar 22. apríl 2023 19:06 Vandræði Bayern Munchen hafa verið helst til of mikil að undanförnu fyrir stuðningsmenn félagsins Vísir/Getty Það urðu heldur betur vendingar á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eftir úrslit dagsins er það Borussia Dortmund sem situr á toppi deildarinnar. Bayern Munchen missteig sig á útivelli gegn Mainz. Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Fyrir leiki dagsins sat Bayern Munchen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu í miðri viku vonaðist Thomas Tuchel, svo til nýráðinn knattspyrnustjóri Bæjara, vafalaust eftir því að lið sitt myndi rétta úr kútnum í dag en svo varð ekki raunin. Bayern Munchen komst yfir í leik dagsins með marki frá Sadio Mané á 29.mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins en í þeim seinni hrundi leikur lærisveina Tuchel. Á níu mínútna kafla náðu leikmenn Mainz að skora þrjú mörk og snúa töpuðum leik yfir í sigur, hreint út sagt ótrúlegar vendingar en svo fór að leikar enduðu með 3-1 sigri Mainz. Fagmannleg frammistaða Dortmund Leikur Mainz og Bayern fór fram í hádeginu í dag og lauk nokkrum klukkustundum áður en leikur Dortmund og Frankfurt hófst. Með sigri myndi Dortmund hrifsa toppsætið af Bayern og sú varð raunin. Dortmund vann afar þægilegan 4-0 sigur á Frankfurt. Það var Jude Bellingham sem skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og mörk frá Donyell Malen og Mats Hummels í kjölfarið sáu til þess að Dortmund fór með þriggja marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleik. Donyell Malen bætti síðan við öðru marki sínu og innsiglaði 4-0 sigur heimamanna á 66.mínútu. Donyell Malen fagnar marki í dagVisir/Getty Sigur Dortmund sér til þess að liðið situr með eins stigs forystu (60 stig) á Bayern Munchen (59 stig) á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar að bæði lið hafa leikið 29 leiki. Í öðrum leikjum dagsins í þýsku úrvalsdeildinni ber þar helst að nefna að Werder Bremen bar sigurorðið af Herthu Berlin á útivelli 4-2, Köln hafði betur gegn Hoffenheim 3-1 og Wolfsburg skoraði fimm mörk í 5-1 sigri á Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti