Vorið verður fremur svalt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 11:03 Einar Sveinbjörnsson segir að vorið verði svalt en maímánuður verði þurr. Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“ Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“
Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira