Sölvi og Esther hafa verið saman í nokkra mánuði og eru um þessar mundir stödd í Tansaníu, heimalandi hennar. Parið kynntist á ferðalagi og búa sem stendur í sitt hvoru landinu.
Afríska fegurðardísin hefur þó fengið að kynnast íslensku veðurfari en hún kom til landsins í vetur þegar mesta kuldakastið reið yfir.
Esther er menntuð innanhúshönnuður og starfar sem slíkur. Auk þess stundar hún jóga af kappi og leikur við öldurnar á brimbretti þegar tími gefst.

Sölvi hefur haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpsþætti landsins síðastliðin ár, Podcast með Sölva Tryggva, þar sem hann tekur viðtöl við þekkta Íslendinga um daginn og veginn. Þá tekur hann einnig að sér hin ýmsu ráðgjafaverkefni.