Umfjöllun: Tinda­stóll 97-86 Njarð­vík | Tinda­stóll 2-0 yfir í ein­víginu

Andri Már Eggertsson skrifar
Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍ
Subwaydeild kvenna vetur Körfubolti 2023 KKÍ

Í kvöld áttust við Tinda­stóll og Njarð­vík í öðrum leik liðanna í undan úr­slitum Ís­lands­mótsins í körfu­bolta í Síkinu á Sauð­ár­króki. Þar sem Tinda­stóll leiddi 1-0 eftir öruggan sigur í Njarð­vík á fimmtu­daginn.

Njarð­víkingarnir byrjuðu miklu betur í þessum leik en þeir gerðu í þeim seinasta, og komust í 4-0, En Tinda­stóll svöruðu og tóku frum­kvæðið og voru komnir yfir um miðjan fjórðunginn, Njarð­vík átti auð­veldara með að setja boltann ofan í körfuna og fundu lausnir á vörn Tinda­stóls, Tinda­stóll skoruðu samt sem áður að vild, Dómararnir leyfðu mikið og var gaman að sjá menn takast á. 

Tinda­stóll voru skrefi á undan í fjórðungnum og komu muninum upp í 25-18 og Basi­le setti þrist þegar bjallan glumdi þannig Tinda­stóll leiddi með 4 stigum þegar fjórðungurinn var úti, Drungi­las leiddi sóknar­leik Tinda­stóls hann skoraði 10 stig í leik­hlutanum.

Annar leik­hluti hófst eins og sá fyrsti, liðin skiptust á körfum en Tinda­stóll, Leiddir á­fram af Arnari, Geks og Keys­hawn og munurinn jókst og Tinda­stóll komu muninum upp í 10 stig, 39-29 og Benni tekur leik­hlé, Það kom svar og enn var Basi­le að draga vagninn en Mario hjálpaði honum í stiga­skorinu í fyrri hálf­leik og þeir komu þessu niður í 5 stig. Tinda­stóll endar leik­hlutann betur og leiða í hálf­leik 45-36. 

Strákarnir frá Njarð­vík fóru inn í klefa með bakið upp við vegg og mikil vinna fram undan í seinni há­fl­leik, strákarnir hans Pa­vel hins­vegar voru í gúr og allir glaðir, stuðningurinn var frá­bær frá báðum hópum í kvöld og þeim ber að hrósa.

Eitt­hvað hefur Benni sagt í hálf­leik, og Njarð­vík byrjaði seinni hálf­leikinn á 7-0 spretti og það var líf­lína hjá þeim, þeir voru á undan í allt, Tinda­stóll brutu og þetta var ekki lengur bara dans á rósum og voru þeir að­eins vankaðir eftir þessa byrjun hjá Njarð­vík, Keys­hawn Woods með körfu og svo kom Troðsla frá Taiwo Bad­mus og Tinda­stóll fór aftur á sprett og þeir komu þessu upp í 10 stig aftur, Rasio mætti það með ó­vænt 5 stig í röð og munurinn aftur 5 stig, en þá kom sprettur frá Tinda­stóll og þeir komu muninum upp í 12 stig, það voru ekki þessir helstu skorar hjá Tinda­stól, því það voru Ragnar og Geks sem voru að setja boltann ofan í körfuna og stólarnir leiddur fyrir seinasta fjórðung 69-57.

Tinda­stóll byrjaði seinasta fjórðunginn betur og komu þessu upp í 14 stiga mun. Haukur Helgi meiðist á þessum tíma­punkti og við sendum honum skjótan bata. Fjórðungurinn ein­kenndist af því að Njarð­vík voru að reyna að koma til baka en Tinda­stóll voru með svör við öllu, Geks og Ragnar voru að spila mikið á kostnað Arnar og Taiwo. Mario sat nánst allan seinni hálf­leikinn eftir að hafa fengið 3 villur á skömmum tíma í 3 leik­hluta, með Hauk og Mario úti, kveiknaði að­eins á Oddi Kristjáns­son og hann setti 3 þrista í leik­hlutanum og Basi­le var frá­bær og eini leik­maður Njarð­víkur sem spilaði sinn leik annan leikinn í röð. Leikurinn endaði 97-86, Tinda­stóll setti vítin ofan­í og Njarð­vík náði ekki að koma til baka.

Stiga skor Tinda­stóls; Keys­hawn 18 Stig, Geks 17 Stig, Arnar 16 stig, Drungi­las 13stig bætti við 10 frá­köstum, Taiwo 11 stig og Ragnar 10 stig aðrir minna

Stiga skor Njarð­víkur: Basi­le 23 stig, Rasio 16 stig, Richotti 14 stig, Mario 11 stig aðrir minna.

Af hverju vann Tinda­stóll?

Lið­sigur, allir að leggja í púkinn, 6 leik­menn sem skora yfir 10 stig, Vörnin frá­bær, fram­lag frá öllum sem spila, Siggi­Þ, Axel, Geks og Ragnar, Bekkurinn skilaði þessum sigri yfir línu.

Hverjir stóðu upp úr?

Keys­hawn var að skila flottu fram­lagi varnar og sóknar­lega, en alltaf þegar Tinda­stóll þurfti körfu þá birtist Geks, oft í stórum leikjum verður ó­vænt stjarna til Davis Geks var góður í dag. Annars heilt yfir Tinda­stóll betri.

Basi­le mjög góður hjá Njarð­vík, hann er eini sem spilaði á pari allan leikinn

Hvað gekk illa?

Njar­vík eru búnir að vera slakir og þetta hefði ekki verið leikur í dag ef Basi­le hefði ekki dregið vagning, vantar fram­lag frá Hauk og svo þurfa auka­leikarar að skila meiru. Logi, Ma­ciej, Oddur og Martin.

Hvað gerist næst?

3 leikurinn er á mið­viku­daginn, Ef Njarð­vík tapar fara þeir í sumar­frí þannig þeir eru með bakið upp við vegg og þeir þurfa frammi­stöðu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira