Urðunarstaður fundinn en verður haldið leyndum í bili Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 11:31 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, sagði urðun eina möguleikann. Búið er að finna urðunarstað fyrir féð sem var aflífað á Syðri-Urriðaá í vikunni vegna riðu og stendur til að ljúka aðgerðum í dag að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Íbúar og bændur í Miðfirði hafa sagst mjög óánægðir með málið en yfirdýralæknir segir það skiljanlegt þar sem miklar tilfinningar ráða för. Rúmlega 700 kindur voru felldar á bænum á þriðjudag og hræjunum komið fyrir í sjö gámum. Upprunalega stóð til að urða hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi en Miðfjarðarhólfi, en bændur á bænum hættu við í gær eftir að hafa þurft að þola árásir þess efnis að þau væru að stofna lífsviðurværi sveitunga í hættu. Þegar var hafist handa við að finna annan urðunarstað og hefur það nú tekist. 70 tonn Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þau ekki gefa upp staðinn að svo stöddu. „Við viljum bara ganga frá þessu fyrst, fá vinnufrið, keyra, moka yfir og ganga frá eins og á að gera þannig að smitvarnir séu tryggðar. Við viljum ekki að fólk sé að sniglast þarna í kring að óþörfu,“ segir Sigurborg. „Þetta er náttúrulega stór aðgerð í sjálfu sér, þetta eru um 70 tonn og það þarf að taka stóra gröf sem búið er að gera.“ Áætlað er að aðgerðum ljúki í dag en ekki sauðfjárrækt á jörðinni þar sem til stendur að urða hræin. Sigurborg segir það aldrei fyrsta kost að urða en það reynist nauðsynlegt þegar brennsla er ekki möguleg. „Urðun er örugg leið út frá smitvarnarsjónarmiðum séð og það er búið að urða riðukindur á Íslandi í 150 ár, það eru ekki nema rétt um tíu ár síðan það var byrjað að brenna riðuhjarðir sem voru felldar,“ segir Sigurborg. Miklar tilfinningar í spilinu Íbúar í Miðfirði og bændur hafa lýst yfir mikilli óánægju með málið, frá upphafi til enda, enda mikið áfall bæði andlega og efnahagslega. „Viðbrögðin eru bara skiljanleg, þetta eru miklar tilfinningar og þegar miklar tilfinningar eru uppi þá er erfitt að hugsa rökrétt og taka yfirvegaðar ákvarðanir hjá fólki. En við erum að vinna nákvæmlega eins og við höfum gert undanfarin ár og undanfarna áratugi,“ segir Sigurborg. Aðspurð hvar rannsóknir standa á verndandi arfgerð gegn riðu segist Sigurborg hafa skrifað bréf til rektors Landbúnaðarháskólans og óskað eftir mati sérfræðingar þar. Vill hún fá þá til að leggja mat á það hvernig best væri að því staðið að rækta upp kindastofn sem ber verndandi arfgerð gegn riðu. „Ég nefndi þá í hvaða forgangsröð ég myndi vilja sjá það, þessa ræktun, og þar myndi ég beina spjótum mínum fyrst og fremst að þeim landsvæðum sem að hafa verið að berjast við riðu sem er viðvarandi vandamál, það er í Húnavatnssýslu á Skagafirði og það var vel tekið í það. Þannig ég reikna með að vinna sé farin af stað,“ segir Sigurborg og segist eiga von á niðurstöðu á næstu dögum. Mun taka mörg ár Hún segir það taka mörg ár að rækta upp stofninn þar sem afar fátt fé ber arfgerðina. „En svo eru þarna arfgerðir sem eru hugsanlega verndandi og ef það tekst að sýna fram á það að þær séu verndandi þá tekur það skemmri tíma því að þá erum við með fleiri dýr til þess að nota í ræktunina. Þannig þetta verður bara allt að skoða í rólegheitum og á yfirvegaðan hátt en þó með eins miklum hraða og hægt er, en það verður að vanda til verka,“ segir Sigurborg. Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Rúmlega 700 kindur voru felldar á bænum á þriðjudag og hræjunum komið fyrir í sjö gámum. Upprunalega stóð til að urða hræin í landi Lækjarmóts, sem stendur í öðru sjúkdómsvarnarhólfi en Miðfjarðarhólfi, en bændur á bænum hættu við í gær eftir að hafa þurft að þola árásir þess efnis að þau væru að stofna lífsviðurværi sveitunga í hættu. Þegar var hafist handa við að finna annan urðunarstað og hefur það nú tekist. 70 tonn Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar, segir þau ekki gefa upp staðinn að svo stöddu. „Við viljum bara ganga frá þessu fyrst, fá vinnufrið, keyra, moka yfir og ganga frá eins og á að gera þannig að smitvarnir séu tryggðar. Við viljum ekki að fólk sé að sniglast þarna í kring að óþörfu,“ segir Sigurborg. „Þetta er náttúrulega stór aðgerð í sjálfu sér, þetta eru um 70 tonn og það þarf að taka stóra gröf sem búið er að gera.“ Áætlað er að aðgerðum ljúki í dag en ekki sauðfjárrækt á jörðinni þar sem til stendur að urða hræin. Sigurborg segir það aldrei fyrsta kost að urða en það reynist nauðsynlegt þegar brennsla er ekki möguleg. „Urðun er örugg leið út frá smitvarnarsjónarmiðum séð og það er búið að urða riðukindur á Íslandi í 150 ár, það eru ekki nema rétt um tíu ár síðan það var byrjað að brenna riðuhjarðir sem voru felldar,“ segir Sigurborg. Miklar tilfinningar í spilinu Íbúar í Miðfirði og bændur hafa lýst yfir mikilli óánægju með málið, frá upphafi til enda, enda mikið áfall bæði andlega og efnahagslega. „Viðbrögðin eru bara skiljanleg, þetta eru miklar tilfinningar og þegar miklar tilfinningar eru uppi þá er erfitt að hugsa rökrétt og taka yfirvegaðar ákvarðanir hjá fólki. En við erum að vinna nákvæmlega eins og við höfum gert undanfarin ár og undanfarna áratugi,“ segir Sigurborg. Aðspurð hvar rannsóknir standa á verndandi arfgerð gegn riðu segist Sigurborg hafa skrifað bréf til rektors Landbúnaðarháskólans og óskað eftir mati sérfræðingar þar. Vill hún fá þá til að leggja mat á það hvernig best væri að því staðið að rækta upp kindastofn sem ber verndandi arfgerð gegn riðu. „Ég nefndi þá í hvaða forgangsröð ég myndi vilja sjá það, þessa ræktun, og þar myndi ég beina spjótum mínum fyrst og fremst að þeim landsvæðum sem að hafa verið að berjast við riðu sem er viðvarandi vandamál, það er í Húnavatnssýslu á Skagafirði og það var vel tekið í það. Þannig ég reikna með að vinna sé farin af stað,“ segir Sigurborg og segist eiga von á niðurstöðu á næstu dögum. Mun taka mörg ár Hún segir það taka mörg ár að rækta upp stofninn þar sem afar fátt fé ber arfgerðina. „En svo eru þarna arfgerðir sem eru hugsanlega verndandi og ef það tekst að sýna fram á það að þær séu verndandi þá tekur það skemmri tíma því að þá erum við með fleiri dýr til þess að nota í ræktunina. Þannig þetta verður bara allt að skoða í rólegheitum og á yfirvegaðan hátt en þó með eins miklum hraða og hægt er, en það verður að vanda til verka,“ segir Sigurborg.
Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Tengdar fréttir Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 „Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Myndi vilja sjá arfgerðargreiningu á öllu fé á landinu Það var þungt hljóð í fólki á fjölsóttum upplýsingafundi sem haldin var í gærkvöldi á Laugarbakka í Miðfirði. Búið er að skera 1400 fjár á síðustu dögum vegna riðu sem upp kom í sveitinni. Fleiri en 300 manns sóttu fundinn og mátti sjá þónokkra þingmenn í salnum sem og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. 19. apríl 2023 14:41
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25
„Þetta er komið gott og það eru allir á því“ Allt fé á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði var skorið niður í dag en hins vegar gekk illa að finna stað og verktaka til að urða hræin. Troðið var út að dyrum á upplýsingafundi um fjárskurðinn sem var haldinn á Laugarbakka. Meðal fundargesta voru kjörnir fulltrúar og ríkti þar mikil samstaða. Formaður Félags sauðfjárbænda í Húnaþingi Vestra segir komið nóg af núgildandi verkferlum. 19. apríl 2023 00:29