Hæpið að Tiger Woods nái næsta PGA-móti Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2023 12:22 Tiger Woods haltraði um Augusta völlinn á Masters-mótinu í upphafi þessa mánuðar og var greinilega verkjaður. Vísir/Getty Tiger Woods gekkst í gær undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr keppni á þriðja hring á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði. Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira