Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 00:08 Jón Gunnarsson hefur lagt fram frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. vísir/vilhelm Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni. Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni.
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira