Karlakór Rangæinga fagnar 30 ára afmæli með fallegum söng Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2023 19:31 Kórinn er skipaður flottum körlum á öllum aldri úr Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlakór Rangæinga fagnar nú þrjátíu ára starfsafmæli og blæs af því tilefni til afmælis- og vortónleika á nokkrum stöðum. Kórinn er skipaður um fjörutíu körlum, aðallega bændum úr sýslunni. Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira