Kane og Mourinho á óskalista PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 09:30 Gætu þessir tveir verið á leið til Parísar? EPA-EFE/Lynne Cameron Það stefnir í töluverðar breytingar hjá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain í sumar. Lionel Messi er talinn vera á leið heim til Katalóníu en í hans stað vilja forráðamenn PSG fá enska framherjann Harry Kane. Þá er talið að José Mourinho gæti verið næsti þjálfari liðsins. Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar. Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira
Líkt og svo oft áður er París Saint-Germain í tilvistarkreppu. Draumar eigenda liðsins um að vinna Meistaradeild Evrópu eru enn aðeins draumar en liðið er hvergi sjáanlegt í 8-liða úrslitum keppninnar. Fyrir núverandi tímabil var ákveðið að það yrði minna um glamúr og meira um heilsteyptar frammistöður. Sú varð ekki raunin. Nú virðist sem Lionel Messi, ofurstjarnan sem PSG lagði allt kapp á að fá í sínar raðir, sé á leið frá félaginu eftir tveggja ára dvöl. Hvað verður svo um Kylian Mbappé veit enginn en eitt er þó ljóst, forráðamenn PSG vilja fá Harry Kane til að leiða framlínuna. Framherjinn mun aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenam Hotspur þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar og stefnir PSG á að lokka hann yfir Ermasundið og til Frakklands. Hvort það takist er svo annað mál en Kane á enn eftir að vinna titil á ferli sínum og það er í raun gefið að hjá PSG muni hann að lágmarki verða Frakklandsmeistari einu sinni. Þrátt fyrir að Tottenham hafi ekki átt sitt besta tímabil hefur Kane skorað 23 mörk í 31 deildarleik en hann skoraði þó aðeins 1 mark í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Einnig er talið að tími hins 56 ára gamla Christopher Galtier sem þjálfara PSG sé liðinn. Hann tók við liðinu á síðasta ári en árangurinn er ekki talinn nægilega góður að mati forráðamanna liðsins. Renna þeir hýru auga til José Mourinho sem hefur gert kraftaverk með Roma á Ítalíu. Einnig er árangur José í Evrópu óumdeilanlegur þó það sé langt síðan hann vann Meistaradeildina. What if Jose's still got it, never lost it? Piece on Mourinho's stock rising again and why he'll have options in the summer https://t.co/CjLrnB4AYt— James Horncastle (@JamesHorncastle) April 18, 2023 Ofan á það þá virðast hann og Kane ná vel saman. Hver veit nema PSG leggi allt í sölurnar til að fá þá félaga í pakkadíl þegar félagaskiptaglugginn opnar.
Fótbolti Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Sjá meira