Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 08:32 Thomas Tuchel tók við Julian Nagelsmann sem þjálfari Bayern fyrir ekki svo löngu síðan. Christina Pahnke/Getty Images Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Man City vann fyrri leikinn á Etihad-vellinum í Manchester 3-0 og er komið með annan fótinn í undanúrslit keppninnar. Þó Pep Guardiola segir að Bayern sé til alls líklegt og að atvikið milli Sadio Mané og Leroy Sané eftir leik geti í raun hjálpað Bæjurum þá er Tuchel ekki á sama máli. „Við þurfum kraftaverk,“ sagði Tuchel um leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. „Ég veit ekki hvort það er viðeigandi að tala um 4-0 eða 5-1 sigur, við þurfum að vera raunsæir en að sjálfsögðu höfum við trú á eigin getu. Ef við eigum góðan fyrri hálfleik er allt mögulegt.“ „Þetta er risastórt fjall sem við þurfum að klífa og það er þess vegna sem við þurfum að hafa trú á eigin getu en við getum ekki látið okkur dreyma. Draumar fyrir mér eru tengdir svefni og við getum ekki sofið í eina sekúndu.“ Við verðum að trúa og að trúa þýðir að við þurfum að láta hlutina gerast. Við þurfum að spila sem lið, spila vel og spila af mikilli ákefð. Við erum ekki eini í þessu og stuðningsfólk okkar mun styðja dyggilega við bakið á okkur.“ Sadio Mané verður í hóp Bayern í kvöld þó svo að hann hafi slegið Sané í andlitið með þeim afleiðingum að vör hans stokkbólgnaði eftir fyrri leikinn. Hvort Mané byrji er annað mál en Tuchel er þó ekki viss um að málið muni gefa Bayern byr í seglin. „Ég vonaðist til þess gegn Hoffenheim en það gerði það augljóslega ekki,“ sagði þjálfarinn að endingu en Bayern gerði 1-1 jafntefli um helgina. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar síðan Tuchel tók við og á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld. Leikur Bayern og Man City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17. apríl 2023 08:01