Hurts orðinn launahæsti leikmaður í sögu NFL Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 17:46 Jalen Hurts er tekjuhæsti leikmaðurinn í sögu NFL. Getty/Patrick Smith Jalen Hurts, er orðinn launahæsti leikmaður í sögu NFL eftir að hafa endursamið við Philadelphia Eagles í gær. Hurts er 24 ára leiksstjórnandi og var valinn númer 53 í nýliðavali NFL árið 2020. Hann sló í gegn á síðustu leiktíð og fær nú útborgað. Samningurinn er til 5 ára eða ársins 2028 og er upp á 255 milljónir Bandaríkjadala en árlega fær hann 51 milljón dollara í laun. Nú þegar er öruggt að hann fái 179 milljónir Bandaríkjadala greidda og er samningurinn þess eðlis að Eagles getur ekki sent hann til annars félags ef illa árar. Hann var valinn annar verðmætasti leikmaðurinn í NFL fyrir tímabilið 2023 á eftir leikstjórnandanum Patrick Mahomes. Þeir mættust einmitt í Super Bowl þar sem Mahomes hafði betur. Óhætt er að segja að Hurts hafi unnið sér inn fyrir laununum því hann hefur sett þó nokkur metin. Hurts átti stórkostlegt tímabil í fyrra og varð meðal annars fyrsti leikmaðurinn í sögu Superbowl til að skora tvö snertimörk í fyrstu tveimur leikhlutunum og fyrstur til að skora þrjú hlaupasnertimörk. Hann varð fyrstur í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda, hlaupa 70 jarda, og vera með 70 prósent af heppnuðum sendingum og hlaupasnertimark í leik á tímabili, úrslitakeppni eða Superbowl. Umboðsskrifstofan Klutch Sports Group sá um samningsmál Hurts og í teyminu hans eru einungis konur sem þykir mjög óvanalegt. Umboðsmaður hans, Nicole Lynn, varð fyrsta svarta konan í sögu NFL til að semja fyrir hönd leikstjórnanda. NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Hurts er 24 ára leiksstjórnandi og var valinn númer 53 í nýliðavali NFL árið 2020. Hann sló í gegn á síðustu leiktíð og fær nú útborgað. Samningurinn er til 5 ára eða ársins 2028 og er upp á 255 milljónir Bandaríkjadala en árlega fær hann 51 milljón dollara í laun. Nú þegar er öruggt að hann fái 179 milljónir Bandaríkjadala greidda og er samningurinn þess eðlis að Eagles getur ekki sent hann til annars félags ef illa árar. Hann var valinn annar verðmætasti leikmaðurinn í NFL fyrir tímabilið 2023 á eftir leikstjórnandanum Patrick Mahomes. Þeir mættust einmitt í Super Bowl þar sem Mahomes hafði betur. Óhætt er að segja að Hurts hafi unnið sér inn fyrir laununum því hann hefur sett þó nokkur metin. Hurts átti stórkostlegt tímabil í fyrra og varð meðal annars fyrsti leikmaðurinn í sögu Superbowl til að skora tvö snertimörk í fyrstu tveimur leikhlutunum og fyrstur til að skora þrjú hlaupasnertimörk. Hann varð fyrstur í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda, hlaupa 70 jarda, og vera með 70 prósent af heppnuðum sendingum og hlaupasnertimark í leik á tímabili, úrslitakeppni eða Superbowl. Umboðsskrifstofan Klutch Sports Group sá um samningsmál Hurts og í teyminu hans eru einungis konur sem þykir mjög óvanalegt. Umboðsmaður hans, Nicole Lynn, varð fyrsta svarta konan í sögu NFL til að semja fyrir hönd leikstjórnanda.
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira