Stjórnvöld á Indlandi mótmæla harðlega hjónbandi samkynja einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 12:24 Aðgerðasinnar og baráttufólk bindur vonir við hæstarétt landsins. epa/Harish Tyagi Stjórnvöld á Indlandi hafa sett sig harðlega upp á móti umleitan hinsegin fólks til að fá að gangast í hjónaband. Málið hefur ratað til hæstaréttar landsins, sem hefur áður úrskurðað gegn vilja stjórnvalda og felldi til að mynda úr gildi bann gegn samkynhneigð árið 2018. Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian. Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Umrætt mál var höfðað af aðgerðasinnum sem krefjast jafnréttis á við gagnkynhneigt fólk. Þeir vilja að samkynja pör og trans fólk fái að ganga í hjónband, ættleiða og njóta annarra réttinda á við gagnkynhneigða. Hinsegin fólk hefur á síðustu árum orðið sýnilegra í inversku samfélagi, sem er það næst fjölmennasta í heimi. Það er hins vegar enn langt í land, bæði þegar kemur að löggjöf en ekki síður að viðhorfum. Þannig skilaði ríkisstjórn Narendra Modi inn áliti til hæstaréttar vegna málsins, þar sem lýst er yfir andstöðu og þess farið á leit að málinu verði vísað frá. „Gilt hjónaband getur aðeins verið á milli líffræðilegs karlmanns og líffræðilegrar konu,“ segir meðal annars í umsögn ríkisstjórnarinnar, sem segir jafnrétti til handa hinsegin fólki ganga gegn trúarlegum gildum og grafa alvarlega undan hagsmunum allra borgara landsins. Um sé að ræða ákvörðun sem ætti að vera á forræði þingsins en ekki dómstóla. Ríkisstjórnin, sem hefur lýst hjónabandi samkynja para sem „forréttinda-fyrirbæri“, setti sig einnig nýverið upp á móti því að samkynhneigður lögmaður fengi sæti í hæstarétti. Þá hefur opinber stofnun sem fjallar um velferð barna sagt að það að heimila ættleiðingar samkynja para jafngilti því að stofna öryggi barna í hættu. Baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra bindur, þrátt fyrir þetta, nokkrar vonir við dómsmálið vegna fyrri úrskurða hæstaréttar en auk þess að fella lög um bann gegn samkynhneigð úr gildi komst dómurinn að þeirri niðurstöðu árið 2014 viðurkenna bæri trans fólk sem „þriðja kynið.“ Umfjöllun Guardian.
Indland Hinsegin Málefni trans fólks Mannréttindi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira