Leiðtogar Vesturlanda búa sig undir viðbrögð Rússa við gagnsókn Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 07:22 Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna funduðu í gær. AP/Yuichi Yamazaki Leiðtogar á Vesturlöndum eru sagðir búa sig undir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípi til allra þeirra vopna sem hann á eftir til að bregðast við gagnsókn Úkraínumanna sem er sögð vera yfirvofandi. Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent