„Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2023 20:20 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir fimm marka tap á móti Stjörnunni í fyrsta leik úrslitakeppninnar í kvöld. Vísir/Diego Jafnt var í fyrri hálfleik 10-10 en KA/Þór misstu leikinn frá sér í seinni hálfleik og endaði leikurinn 24-19. „Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“ Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, sérstaklega af því að í fyrri hálfleik erum við yfir og erum á undan þeim. Við erum að spila mjög vel, góða vörn og mér fannst þær vera að elta okkur. Svo er jafnt í hálfleik og við byrjum seinni hálfleikinn ekki nógu vel ef ég á að segja alveg eins og er.“ „Munurinn er það að við erum að klúðra rosalega mikið af dauðafærum og hún er að verja gríðarlega vel sem er munurinn. Við erum tvö rosalega jöfn lið, tvö mjög sterk líkamleg lið og þær unnu markmanns bardagann og það var munurinn.“ KA/Þór spilaði vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik datt varnarleikurinn aðeins niður og Stjarnan nýtti sér það og komu þær sér í góða forystu. „Varnarlega í fyrri hálfleik vorum við mjög góðar en í seinni erum við að leka of auðveldlega. Þrista vinnan okkar er ekki nógu góð og þær fá of mikið af færum inn á línu, það svíður. Að sama skapi er þetta fyrst og fremst dauðafærin í sókninni sem tók svolítið tennurnar úr okkur. Við erum í hörkuleik, það er eitt mark þegar að átta og hálf mínúta er eftir og allt hægt í þessu. Þá kom vondur kafli hjá okkur, þrjú í röð og þá fór þetta.“ Sóknarleikur KA/Þórs var ekki sannfærandi í seinni hálfleik og fóru þær með alltof mikið af dauðafærum. Þær brenndu af tveimur vítum, áttu hraðaupphlaup sem enduðu í stönginni og komu sér í góð færi þar sem boltinn endaði annað hvort framhjá eða hjá Dariju í marki Stjörnunnar. „Mér fannst þetta leikur alveg megnið af leiðinni. Við vorum að reyna finna lausnir og allt það. Þetta er úrslitakeppnin og það snýst um að hafa orkuna á réttum stað og mómentin þurfa að vera með manni. Við förum með hraðaupphlaup þar sem við getum sett hann niður í eitt en setjum hann í stöngina.“ „Við erum með dauðafæri þar sem að við spilum okkur virkilega vel í gegnum góða vörn Stjörnunnar og klikkum. Það eru þessir hlutir sem að við þurfum að gera betur og við vitum hvað við þurfum að laga, þetta eru ekki mörg atriði. Við þurfum að hafa sjálfstraustið í það að bæta í og vinna á fimmtudaginn.“ Næsti leikur er á fimmtudaginn fyrir norðan og vill Andri sjá sem flesta í stúkunni ásamt því að fá stelpurnar dýrvitlausar í leikinn. „Ég vill fyrst og fremst sjá fullt hús fyrir norðan og að við fáum okkar fólk til þess að hjálpa okkur í þessu. Við þurfum að mæta dýrvitlausar í leikinn, þetta er all or nothing. Við erum með bakið upp við vegg eins og sagt er. Við þurfum fyrst og fremst að mæta með hökuna uppi, þá lýst mér vel á þetta.“
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn