Í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands segir að skrifað hafi verið undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna FF og FS. Samningurinn verði kynntur félagsfólki FF og FS á næstu dögum.
„Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
FF og FS hafa verið án samnings síðan í byrjun apríl en síðast var skrifað undir kjarasamning 31. mars 2021,“ segir í tilkynningunni.