„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. apríl 2023 21:45 Tímabilinu er lokið hjá Bjarna Magnússyni og stöllum hans í Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. „Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira