Tímamót í viðskiptum með fasteignir Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 16:00 Nú þarf ekki lengur að fara með afsal til sýslumanns til að hægt sé að þinglýsa því. Aron Eiríksson fasteignasali segir að um stórt framfaraskref sé að ræða. Vísir/Félag Fasteignasala/Vilhelm Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu. Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“ Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37