Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2023 10:44 Þórir Hákonarson var áður framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Daníel Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Fyrirliðar allra liða í Bestu deild kvenna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fordæmdu vinnubrögð samtakanna Íslenskur Toppfótbolti [ÍTF]. Segja þær að halli verulega á kvennaknattspyrnuna í vinnu samtakanna og undirbúningi. „Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða,“ segir í yfirlýsingu fyrirliðanna. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa undanfarið gagnrýnt vinnubrögð ÍTF í ýmsum málum, til dæmis að enginn Fantasy-leikur verður í boði fyrir Bestu deild kvenna og þá staðreynd að konur voru í miklum minnihluta í auglýsingu fyrir Bestu deildirnar. Kornið sem fyllti mælinn hjá fyrirliðunum var þegar ÍTF boðaði fulltrúa allra liða á fund þar sem taka átti upp markaðsefni fyrir Bestu deildina en á sama tíma fer fram leikur Meistara meistaranna á milli Vals og Stjörnunnar. „Dónaskapur og virkilega lélegt“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagt orð í belg á Twitter. Hann gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliðanna harðlega og segir hana eitt það ómerkilegasta sem hann hafi séð á 35 ára ferli í knattspyrnu. Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson blandar sér í umræðurnar og spyr Þóri hvað honum finnist ómerkilegt við yfirlýsingu fyrirliðanna. Eitt það ómerkilegasta sem ég hef séð á 35 ára ferli í fótbolta, virkilega lélegt. https://t.co/w2Ah8OOS28— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 „Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar á deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu,“ svarar Þórir. Guðmundur bendir Þóri þá á að líklega sé kvennaknattspyrnan sé komin með nóg eftir atburði síðustu vikna. „Hugsanlega Gummi, þú veist líklega betur en flestir að fjármunir ráða miklu í þessum bransa, og þegar hvatt er til þess að taka ekki þátt í að búa til fjármuni með kynningu og hrauna yfir þá aðila sem eru að reyna þá er það bara dónaskapur og virkilega lélegt,“ bætir Þórir við. Að segja vinnubrögð ÍTF séu skammarleg og hvetja leikmenn til að mæta ekki til kynningar a deildinni. Það er virkilega ómerkilegt og ýmislegt annað í þessari dónalegu yfirlýsingu.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) April 15, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Besta deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira