Falski hertoginn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2023 17:00 Konungshöllin í Madrid er stærsta höll Vestur-Evrópu, 135.000 fermetrar með 3.418 herbergjum. Um tvær milljónir manna skoða höllina á ári hverju. Alejandro Estrada hafði lofað velgjörðamönnum sínum í Kolumbíu að konungshjónin ætluðu að taka á móti þeim í höllinni. Wikimedia Commons Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau. Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira