Körfubolti

Dallas Mavericks sektað fyrir að hvíla leikmenn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mark Cuban eigandi Dallas fylgist hér með leiknum gegn Chicago úr stúkunni ásamt Kyrie Irving og Tim Hardaway jr.
Mark Cuban eigandi Dallas fylgist hér með leiknum gegn Chicago úr stúkunni ásamt Kyrie Irving og Tim Hardaway jr. Vísir/Getty

Forsvarsmenn NBA-deildarinnar hafa sektað lið Dallas Mavericks um 750.000 dollara fyrir að hafa hvílt leikmenn í leik gegn Chicago Bulls í síðustu viku.

Dallas Mavericks komst ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en meðal leikmanna liðsins eru stórstjörnurnar Luka Doncic og Kyrie Irving. Forráðamenn Dallas tóku ákvörðun um að gefast upp á að reyna að ná sætinu þrátt fyrir að liðið ætti enn tölfræðilega möguleika á að ná því með því að hvíla marga lykilmenn í leik gegn Chicago Bulls.

Ástæðan fyrir þessu var að með því að lenda neðar ættu þeir meiri möguleika á að ná einum af fyrstu tíu valréttum í nýliðavalinu í sumar. Ef Dallas nær topp tíu valrétti mun liðið halda honum en fái þeir valrétt síðar í nýliðavalinu mun hann fara til New York Knicks sem hluti af samkomulagi á milli liðanna í tengslum við félagaskipti Kristaps Porzingis.

Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu hins vegar lítinn húmor fyrir því að Dallas hafi ákveðið að hvíla menn gegn Bulls. Félagið hefur nú fengið 750.000 dollara sekt og segir í yfirlýsingu deildarinnar að Dallas Mavericks hafi brotið gegn reglum deildarinnar og gegn heilindum íþróttarinnar.

Dallas hvíldi lykilmenn löngum stundum í leiknum gegn Chicago Bulls og hér sést stjarna liðsins Luka Doncic sitja á varamannabekknum.Vísir/Getty

„Ákvörðun Dallas Mavericks að meina lykilmönnum að taka fullan þátt í útsláttarleik gegn Chicago grefur undan heilindum íþróttarinnar,“ segir varaforseti NBA, Joe Dumars, í fréttatilkynningu.

„Aðgerðir Mavericks eru vonbrigði fyrir stuðningsmenn okkar og deildina alla.“

Í leiknum gegn Bulls, sem var síðasti naglinn í kistu Dalls liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, vorru Kyrie Irving og fjórðir aðrir lykilmenn utan leikmannahóps auk þess sem Luka Doncic fékk mjög takmarkaðan tíma inni á vellinum. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en tapaði leiknum að lokum 115-112.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×