Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:32 Greint hefur verið frá máli Gylfa í erlendum fjölmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“