Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:32 Greint hefur verið frá máli Gylfa í erlendum fjölmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04