Handbolti

Ísland upp um styrkleikaflokk og líkurnar á EM-sæti aukast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta á góða möguleika á að komast á EM 2024 í Ungverjalandi, Sviss og Austurríki.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta á góða möguleika á að komast á EM 2024 í Ungverjalandi, Sviss og Austurríki. vísir/hulda margrét

Líkurnar á að íslenska kvennalandsliðið í handbolta komist á EM 2024 jukust heldur betur í dag.

Ísland er nefnilega komið upp í annan styrkleikaflokk og verður í honum þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM á fimmtudaginn. Lengst af hefur íslenska liðið verið í þriðja styrkleikaflokki.

EM 2024 verður fyrsta Evrópumótið með 24 liðum en þeim verður fjölgað um átta frá síðasta móti sem var í fyrra.

Í undankeppninni verða átta fjögurra liða riðlar. Efstu tvö liðin komast á EM sem og fjögur af þeim átta liðum sem enda í 3. sæti riðlanna.

Styrkleikaflokkarnir

1. styrkleikaflokkur

  • Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Holland, Svartfjallaland og Króatía

2. styrkleikaflokkur

  • Ísland, Slóvenía, Rúmenía, Pólland, Serbía, Tékkland, Norður Makedónía og Slóvakía

3. styrkleikaflokkur

  • Tyrkaland, Ítalía, Færeyjar, Portúgal, Úkraína, Grikkland, Litháen og Kósovo

4. styrkleikaflokkur

  • Bosnía, Aserbadsjan, Búlgaría, Ísrael, Finnland, Lúxemorg og Bosnía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×