Um fjarfund er að ræða og geta íbúar sent inn spurningar á mulathing@mulathing.is og á Facebooksíðu Múlaþings á meðan á fundinum stendur.
Þeir sem taka til máls eru Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Þá mun Freyr Pálsson frá Vegagerðinni fara yfir nokkur atriði sem koma að framkvæmdinni og undirbúningi hennar.
Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan.