Atlagan að kjarna frelsisins Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2023 13:00 Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun