Atlagan að kjarna frelsisins Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2023 13:00 Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við getum í grófum dráttum greint frelsi okkar í þrjú lög. Ysta lagið er athafnafrelsi; frelsi til að eiga viðskipti, til að velja sér starf, til að nota sjálfsaflafé sitt. Stjórnmálaumræða dagsins hverfist yfirleitt að mestu um þetta lag frelsisins, hversu víðtækt hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera og hversu miklar skorður megi reisa einstaklingsfrelsinu. Það er þarna sem hægri og vinstri takast á. Næsta lag frelsisins er frelsið til að taka þátt í stjórnmálastarfi og tjá skoðanir sínar. Um þetta lag frelsisins var lengst af lítill ágreiningur í vestrænum lýðræðissamfélögum, þótt á undanförnum árum hafi á margan hátt verið þrengt að því. Frelsið til að lifa sem manneskja En undir þessu lagi er innsta lag frelsisins að finna. Það er frelsið til að eiga samskipti við annað fólk, frelsi barnsins til að þroskast, læra að tjá sig og skilja tjáningu annarra, frelsið til að sinna daglegu venjubundnu lífi. Í stuttu máli frelsið til að lifa í samræmi við eðli okkar sem manneskjur. Við gætum kannski helst líkt því við frelsi hundsins til að gelta eða frelsi hestsins til að taka á rás. Þetta lag frelsisins er svo sjálfsagt að þess er ekki einu sinni getið í mannréttindayfirlýsingum. En þetta er þó á endanum kjarni frelsisins og um leið kjarni þess að lifa sem manneskja. Hræðsluáróðurinn og sá sjúklegi ótti sem hann hefur valdið, og inngripin í daglegar athafnir okkar, persónuleg samskipti og einkalíf, sem upphófust fyrir þremur árum, ekki aðeins í skamman tíma, heldur mánuðum, misserum, árum saman, eru atlaga að þessu innsta lagi frelsisins. Um leið er þetta atlaga að tilveru okkar sem manneskjur. Og þær gríðarlegu breytingar sem við upplifum nú þegar mannleg samskipti verða í æ meira mæli rafræn og hinn líkamlegi þáttur hverfur eru þáttur í þessari atlögu. Fundur Málfrelsis 15. apríl: Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14. Hvernig verjumst við ótta og áróðri? Í metsölubók Lauru Dodsworth, "A State of Fear" er fjallað um hinn fordæmalausa hræðsluáróður sem upphófst snemma árs 2020 og hvernig sálfræðilegum aðferðum var beitt til að hræða fólk til hlýðni og skera á mannleg samskipti. Laura segir frá þessari fordæmalausu áróðursherferð og afleiðingum hennar og gerir grein fyrir uppljóstrunum um vinnubrögð breskra stjórnvalda í faraldrinum. Hún segir einnig frá efni næstu bókar sinnar "Free your Mind: The new world of manipulation and how to resist it" sem er væntanleg í júní, en sú bók er hugsuð sem handbók um hvernig hægt er að verjast þeim áróðri sem sífellt dynur á okkur. Grafið undan töfrum hversdagslífsinsDr. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands steig nýverið fram og varaði við þeim áhrifum sem rafræn samskiptatækni er að hafa á samfélagið. "Tæknin er búin að taka yfir samfélagið og í mínum huga er misskilningur að hún sé viðbót við það sem fyrir var. Hún umbreytir öllu sem fyrir var" segir Viðar í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu. Tækni- og neysluvæðing nútímans hefur grafið undan félagslegum töfrum hversdagslífsins og aukið á angist, skautun og ójöfnuð – svo eitthvað sé nefnt. Við getum ekki stöðvað tækniþróunina segir hann, en hún má ekki stjórna lífi okkar. "Sérstaklega ekki þar sem hún er á forsendum alþjóðlegra tæknirisa." Viðar segir frá rannsóknum sínum, en hann vinnur nú að bók um þessa ógnvænlegu þróun og afleiðingar hennar.Höfundur er formaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun