„Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 15:59 Hafdís Elva Guðjónsdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ræddu um stöðu barna með einhverfu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“ Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
„Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“
Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira