Breytum vörn í sókn! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. apríl 2023 07:01 Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Trausti Hjálmarsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Sjá meira
Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar