LeBron leiddi Lakers spennuþrungna leið inn í úrslitakeppnina Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 07:31 LeBron James fagnar eftir körfu frá Dennis Schröder sem virtist hafa tryggt Lakers sigur í nótt en leikurinn fór þó í framlengingu. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Sigur Lakers var dramatískur og réðust úrslitin í framlengingu. Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld. NBA Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Liðin voru að spila í umspilinu sem liðin í 7.-10. sæti austur- og vesturdeildar þurfa að fara í gegnum til að komast í úrslitakeppnina. Lakers unnu Minnesota Timberwolves, 108-102 eftir framlengingu, og mæta því Memphis Grizzlies í 8-liða úrslitum vesturdeildarinnar. Atlanta vann hins vegar 116-105 sigur gegn Miami Heat og er á leið í einvígi við Boston Celtics í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar. Lakers lentu í miklum vandræðum gegn Minnesota í nótt en náðu að landa sigri og var LeBron James stigahæstur með 30 stig. Minnesota náði mest fimmtán stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta, 76-61 og 80-65, en Lakers söxuðu smám saman á forskotið í fjórða leikhluta og James jafnaði metin í 95-95 með þristi þegar tvær mínútur voru eftir. Dennis Schröder virtist hafa fært Lakers sigurinn með þristi þegar 1,4 sekúndur voru eftir en Anthony Davis gaf Minnesota von með furðulegu broti utan þriggja stiga línunnar, lengst úti í horni, og Mike Conley setti niður öll þrjú vítin. CONLEY COMES UP CLUTCH OVERTIME IN LA pic.twitter.com/RaY5ylWNnR— NBA TV (@NBATV) April 12, 2023 Davis baðst afsökunar í viðtali eftir leik. "I messed his game-winner up I apologize." AD owning up to it postgame (via @NBAonTNT)pic.twitter.com/7FJHUwRcvh— Sports Illustrated (@SInow) April 12, 2023 Því varð að framlengja en þar höfðu Lakers yfirhöndina allan tímann og unnu að lokum sex stiga sigur. Trae Young skoraði 25 stig og var stigahæstur hjá Atlanta Hawks í sigrinum gegn Miami, og Clint Capela tók 21 frákast. Atlanta féll úr leik gegn Miami í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í fyrra, í fimm leikja seríu, en kom fram hefndum í nótt. Kyle Lowry skoraði 33 stig fyrir Miami sem enn er á lífi og á möguleika á að komast í einvígi við deildarmeistara Milwaukee Bucks. TIl þess þarf Miami að vinna sigurliðið úr leik Toronto Raptors og Chicago Bulls, liðanna í 9. og 10. sæti, sem mætast í kvöld. Minnesota er sömuleiðis ekki komið í sumarfrí og spilar um síðasta lausa sætið í úrslitakeppni vesturdeildar, við sigurliðið úr leik New Orlaens Pelicans og Oklahoma City Thunder sem mætast í kvöld.
NBA Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira