Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 19:12 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum hafi ekki verið sú að snjómokstur taki mið af snjómagni. Vísir/Arnar/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. „Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni. Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
„Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni.
Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira