Þú finnur alvöru verkfæri á vfs.is - vefverslun vikunnar á Vísi Verkfærasalan 11. apríl 2023 09:32 Milwaukee verkfæri eru vinsæl meðal fagfólks á Íslandi. Ný og endurbætt vefverslun Verkfærasölunnar, vfs.is, fór í loftið árið 2019 og hefur síðan þá verið sífellt mikilvægari þáttur í að þjónusta viðskiptavini Verkfærasölunnar. „Salan í gegnum vefverslunina hefur aukist mikið á undanförnum árum og það er greinilegt að viðskiptavinir kunna að meta kosti hennar,“ segir Daníel Snær Ragnarsson sem sér um vefumsjón og markaðsmál Verkfærasölunnar sem er vefverslun vikunnar á Vísi. „Auk þess eru viðskiptavinir okkar á landsbyggðinni duglegir að nýta sér vfs.is en við sendum vörurnar með lágmarkskostnaði hvert á land sem er með Póstinum.“ Lágmarks sendingarkostnaður og fjölbreyttar greiðsluleiðir Helstu kostir vefverslunarinnar eru fjölmargir að hans sögn. „Hún býður upp á mjög gott vöruúrval og er auðvitað opin allan sólarhringinn en pantanir eru afgreiddar á virkum dögum. Hægt er að sækja vörur gjaldfrjálst á lager okkar í Síðumúla í Reykjavík, í verslanir okkar í Hafnarfirði og á Akureyri.” Hann segir Verkfærasöluna bjóða upp á lágmarks sendingarkostnað hver á land sem er, jafnvel þótt um sé að ræða stórar og þungar vörur. Auk þess er boðið upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir. „Einnig er hægt að fá sjálfvirka tilkynningu í tölvupósti þegar uppseld vara er aftur fáanleg með „láttu mig vita“ hnappi. Vefverslunin býður líka upp á öflugt netspjall þar sem starfsfólk svarar öllum spurningum um vörur og reynir þannig að leysa vandamál viðskiptavina fljótt og örugglega.“ Verslun Verkfærasölunnar í Síðumúla 9 býður uppá eitt mesta vöruúrval af Milwaukee á Norðurlöndum. Breitt vöruúrval frá heimsþekktum framleiðendum. Daníel segir Verkfærasöluna bjóða upp á mjög breiða línu af vörum sem henta bæði fyrir framtakssama einstaklinga, fagfólk, fyrirtæki og stofnanir. „Hér má finna rafmagnsverkfæri og aukahluti, handverkfæri, festingavörur, efnavörur, garðverkfæri, lyftibúnað og tjakka, rafmagnsvörur og ljós, skurðar- og slípivörur, stiga og palla, stærri vélar og tæki, vinnufatnað og öryggisbúnað þannig að vöruúrvalið hjá okkur er mjög fjölbreytt.“ Verkfærin frá Ryobi eru hönnuð fyrir framtakssama einstaklinga sem vilja gera hlutina sjálfir. Verkfærasalan flytur inn og selur vörur frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Milwaukee og Ryobi ásamt mörgum öðrum gæða framleiðendum eins og Hultafors, Wera, Gedore, Yato, Telwin, Fini og Knipex. Gott úrval af hágæða vinnufatnaði frá Helly Hansen Workwear má finna hjá Verkfærasölunni Reykjavík og á Akureyri. „Síðast en ekki síst bjóðum við nú upp á hágæða vinnufatnað frá Helly Hansen Workwear í verslunum okkar í Síðumúla og á Akureyri. Vörulínan frá HH Workwear er kærkomin viðbót í vöruúrval okkar og munum við bjóða upp á gott úrval af þeirri vörulínu í vefverslun okkar í vor.“ Verkfærasalan býður upp á úrval af handverkfærum frá sænska framleiðandanum Hultafors. Eitt mesta vöruúrval á Norðurlöndum af vörum frá Milwaukee Milwaukee er að sögn Daníels leiðandi í hönnun og framleiðslu á rafmagnsverkfærum. „Þau hafa reynst mjög vel á Íslandi og eru mjög vinsæl hjá okkur. Milwaukee vinna náið með iðnaðarmönnum og eru sífellt að þróa nýjar og betri lausnir í samvinnu við fagfólk sem eru sérhannaðar fyrir hvert fag. Í verslun okkar í Síðumúla er eitt mesta úrval Norðurlanda af Milwaukee verkfærum og aukahlutum, eða yfir 3.000 vörur. Við erum enn sem komið er ekki með allar vörurnar í boði í vefverslun okkar en erum þó sífellt að bæta við úrvalið.“ Í M18, M12 og MX Fuel rafhlöðukerfum Milwaukee eru alls um 400 verkfæri, sérhönnuð fyrir fagfólk. Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Salan í gegnum vefverslunina hefur aukist mikið á undanförnum árum og það er greinilegt að viðskiptavinir kunna að meta kosti hennar,“ segir Daníel Snær Ragnarsson sem sér um vefumsjón og markaðsmál Verkfærasölunnar sem er vefverslun vikunnar á Vísi. „Auk þess eru viðskiptavinir okkar á landsbyggðinni duglegir að nýta sér vfs.is en við sendum vörurnar með lágmarkskostnaði hvert á land sem er með Póstinum.“ Lágmarks sendingarkostnaður og fjölbreyttar greiðsluleiðir Helstu kostir vefverslunarinnar eru fjölmargir að hans sögn. „Hún býður upp á mjög gott vöruúrval og er auðvitað opin allan sólarhringinn en pantanir eru afgreiddar á virkum dögum. Hægt er að sækja vörur gjaldfrjálst á lager okkar í Síðumúla í Reykjavík, í verslanir okkar í Hafnarfirði og á Akureyri.” Hann segir Verkfærasöluna bjóða upp á lágmarks sendingarkostnað hver á land sem er, jafnvel þótt um sé að ræða stórar og þungar vörur. Auk þess er boðið upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir. „Einnig er hægt að fá sjálfvirka tilkynningu í tölvupósti þegar uppseld vara er aftur fáanleg með „láttu mig vita“ hnappi. Vefverslunin býður líka upp á öflugt netspjall þar sem starfsfólk svarar öllum spurningum um vörur og reynir þannig að leysa vandamál viðskiptavina fljótt og örugglega.“ Verslun Verkfærasölunnar í Síðumúla 9 býður uppá eitt mesta vöruúrval af Milwaukee á Norðurlöndum. Breitt vöruúrval frá heimsþekktum framleiðendum. Daníel segir Verkfærasöluna bjóða upp á mjög breiða línu af vörum sem henta bæði fyrir framtakssama einstaklinga, fagfólk, fyrirtæki og stofnanir. „Hér má finna rafmagnsverkfæri og aukahluti, handverkfæri, festingavörur, efnavörur, garðverkfæri, lyftibúnað og tjakka, rafmagnsvörur og ljós, skurðar- og slípivörur, stiga og palla, stærri vélar og tæki, vinnufatnað og öryggisbúnað þannig að vöruúrvalið hjá okkur er mjög fjölbreytt.“ Verkfærin frá Ryobi eru hönnuð fyrir framtakssama einstaklinga sem vilja gera hlutina sjálfir. Verkfærasalan flytur inn og selur vörur frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Milwaukee og Ryobi ásamt mörgum öðrum gæða framleiðendum eins og Hultafors, Wera, Gedore, Yato, Telwin, Fini og Knipex. Gott úrval af hágæða vinnufatnaði frá Helly Hansen Workwear má finna hjá Verkfærasölunni Reykjavík og á Akureyri. „Síðast en ekki síst bjóðum við nú upp á hágæða vinnufatnað frá Helly Hansen Workwear í verslunum okkar í Síðumúla og á Akureyri. Vörulínan frá HH Workwear er kærkomin viðbót í vöruúrval okkar og munum við bjóða upp á gott úrval af þeirri vörulínu í vefverslun okkar í vor.“ Verkfærasalan býður upp á úrval af handverkfærum frá sænska framleiðandanum Hultafors. Eitt mesta vöruúrval á Norðurlöndum af vörum frá Milwaukee Milwaukee er að sögn Daníels leiðandi í hönnun og framleiðslu á rafmagnsverkfærum. „Þau hafa reynst mjög vel á Íslandi og eru mjög vinsæl hjá okkur. Milwaukee vinna náið með iðnaðarmönnum og eru sífellt að þróa nýjar og betri lausnir í samvinnu við fagfólk sem eru sérhannaðar fyrir hvert fag. Í verslun okkar í Síðumúla er eitt mesta úrval Norðurlanda af Milwaukee verkfærum og aukahlutum, eða yfir 3.000 vörur. Við erum enn sem komið er ekki með allar vörurnar í boði í vefverslun okkar en erum þó sífellt að bæta við úrvalið.“ Í M18, M12 og MX Fuel rafhlöðukerfum Milwaukee eru alls um 400 verkfæri, sérhönnuð fyrir fagfólk.
Verslun Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira