Rekinn í burtu vegna stuðnings við Andrew Tate Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 10:01 Andrew Tate er til rannsóknar hjá lögreglu í Rúmeníu. Abbas Mohamad hefur tekið undir málflutning Tate á samfélagsmiðlum. Getty/Alex Nicodim og Gais.se Norska knattspyrnufélagið HamKam var fljótt að losa sig við Svíann Abbas Mohamad en ástæðan er stuðningur hans við málflutning Andrews Tate. Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum. Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum.
Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira