Rekinn í burtu vegna stuðnings við Andrew Tate Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 10:01 Andrew Tate er til rannsóknar hjá lögreglu í Rúmeníu. Abbas Mohamad hefur tekið undir málflutning Tate á samfélagsmiðlum. Getty/Alex Nicodim og Gais.se Norska knattspyrnufélagið HamKam var fljótt að losa sig við Svíann Abbas Mohamad en ástæðan er stuðningur hans við málflutning Andrews Tate. Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum. Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum.
Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira