Rekinn í burtu vegna stuðnings við Andrew Tate Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 10:01 Andrew Tate er til rannsóknar hjá lögreglu í Rúmeníu. Abbas Mohamad hefur tekið undir málflutning Tate á samfélagsmiðlum. Getty/Alex Nicodim og Gais.se Norska knattspyrnufélagið HamKam var fljótt að losa sig við Svíann Abbas Mohamad en ástæðan er stuðningur hans við málflutning Andrews Tate. Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum. Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira
Mohamad, sem er 24 ára, kom til reynslu hjá HamKam á föstudaginn og var hugsaður sem möguleg lausn vegna meiðsla Halvor Opsahl. Félagið losaði sig hins vegar við hann strax á laugardaginn, eftir að hafa komist að því af hverju Mohamad var látinn fara frá sínu síðasta félagsliði, GAIS í Svíþjóð, eftir skamma dvöl um síðustu áramót. Það var vegna stuðnings hans við Andrew Tate, sem lýst hefur verið sem holdgervingi eitraðrar karlmennsku og er nú til rannsóknar ásamt bróður sínum, sakaður um að hafa haldið konum föngnum sem þrælum og neytt þær í að framleiða klám. Stjórn HamKam var fljót að taka ákvörðun um að losa sig við Mohamad en Bent Svele, framkvæmdastjóri félagsins, viðurkennir að félagið hefði getað vandað sig betur við heimavinnuna áður en að þessum samningslausa leikmanni var boðið að koma til reynslu. „Þessar skoðanir og stuðningur við Andrew Tate rímar ekki við þau gildi sem félagið vill standa fyrir, og þau skilaboð fékk hann í gær og fór heim,“ sagði Svele við NRK á sunnudag. „Félagaskiptaglugginn var lokaður svo að við þurftum að finna leikmann sem var ekki samningsbundinn öðru félagi. Þá dúkka upp leikmenn og við bjóðum þeim til reynslu en skoðum ekki ítarlega bakgrunn þeirra. Það má vel vera að við hefðum átt að komast að þessu fyrr, áður en hann kom, en svona var þetta nú,“ sagði Svele. Mohamad hefur ekki tjáð sig um málið en birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sagði að ef hann myndi segja eitthvað þá myndi hann lenda í miklum vandræðum.
Norski boltinn Mál Andrew Tate Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún skoraði í jafntefli Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Sjá meira