Höskuldur: Kemur annar dagur eftir svona dag Árni Konráð Árnason skrifar 10. apríl 2023 22:53 Höskuldur skýtur að marki í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika var vitaskuld svekktur eftir ótrúlegan leik Breiðabliks og HK í Bestu deildinni í kvöld. HK vann 4-3 sigur í dramatískum leik. „Við mætum ekki nógu tilbúnir í að mæta þeim í hörkunni og geðveikinni og þannig, náum ekki að matcha það og þá eru þeir bara yfir stóran hluta leiksins,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi eftir leik. Blikar pressuðu hátt en virtust ekki mæta til leiks fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. „Þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega og hristu upp í þessu. Mér fannst við vera ágætlega þolinmóðir í seinni og ekki fara í neinar örvæntingu á meðan við vorum að grafa okkur til baka. Við náum að minnka muninn, jafna og komast yfir á frekar stuttum tíma“ sagði Höskuldur, en einungis fjórar mínútur liðu á milli þess að Blikar voru að tapa 0-2 í að komast yfir í 3-2. HK jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sjálfsmark frá Höskuldi, aðspurður um aðdragandann sagði Höskuldur að sama vitleysan hefði byrjað þarna stuttu fyrir þar sem að HK var að uppskera mörg föst leikatriði og þeir voru að ráða illa við þá í seinni boltum, að jafntefli hafi legið í loftinu sem þeir uppskáru og gott betur. Aðspurður varðandi næstu skref hjá Blikum hafði Höskuldur þetta að segja: „Það breytist ekkert við þetta, við höfum aldrei tekið sjálfsmyndina okkar í einstaka úrslitum, við höfum tapað áður, við höfum tapað illa áður. Ef að við ætlum að vera trúir sjálfum okkur þá förum við ekkert að staldra of lengi við þetta, heldur bara læra af þessu og einblína á næstu æfingarviku og næsta leik“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það er það góða við þetta, það kemur annar dagur eftir svona dag“. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
„Við mætum ekki nógu tilbúnir í að mæta þeim í hörkunni og geðveikinni og þannig, náum ekki að matcha það og þá eru þeir bara yfir stóran hluta leiksins,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi eftir leik. Blikar pressuðu hátt en virtust ekki mæta til leiks fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. „Þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega og hristu upp í þessu. Mér fannst við vera ágætlega þolinmóðir í seinni og ekki fara í neinar örvæntingu á meðan við vorum að grafa okkur til baka. Við náum að minnka muninn, jafna og komast yfir á frekar stuttum tíma“ sagði Höskuldur, en einungis fjórar mínútur liðu á milli þess að Blikar voru að tapa 0-2 í að komast yfir í 3-2. HK jafnaði leikinn á 89. mínútu eftir sjálfsmark frá Höskuldi, aðspurður um aðdragandann sagði Höskuldur að sama vitleysan hefði byrjað þarna stuttu fyrir þar sem að HK var að uppskera mörg föst leikatriði og þeir voru að ráða illa við þá í seinni boltum, að jafntefli hafi legið í loftinu sem þeir uppskáru og gott betur. Aðspurður varðandi næstu skref hjá Blikum hafði Höskuldur þetta að segja: „Það breytist ekkert við þetta, við höfum aldrei tekið sjálfsmyndina okkar í einstaka úrslitum, við höfum tapað áður, við höfum tapað illa áður. Ef að við ætlum að vera trúir sjálfum okkur þá förum við ekkert að staldra of lengi við þetta, heldur bara læra af þessu og einblína á næstu æfingarviku og næsta leik“ sagði Höskuldur og hélt áfram. „Það er það góða við þetta, það kemur annar dagur eftir svona dag“.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira