Rahm stóð uppi sem sigurvegari eftir maraþondag á Masters Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 23:22 Bestur um helgina. vísir/Getty Spænski kylfingurinn Jon Rahm reyndist hlutskarpastur á Masters mótinu í golfi um helgina. Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring. Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg. Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið. Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. A champion's walk. #themasters pic.twitter.com/tb6iudXZDE— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka. pic.twitter.com/dx5CuMRuuH— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring. Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg. Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið. Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. A champion's walk. #themasters pic.twitter.com/tb6iudXZDE— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka. pic.twitter.com/dx5CuMRuuH— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira