„Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum“ Magnús Jochum Pálsson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 9. apríl 2023 21:07 Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur eiga rétt á vernd fyrir hækkunum og gagnrýnir núverandi kerfi. Vísir/Dúi Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum hefur hækkað umfram almennt verðlag og stendur nú í hæstu hæðum segir formaður neytendasamtakanna. Verðlagsnefnd búvara hækkaði verð á mjólk nú um mánaðamótin. Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum. Neytendur Landbúnaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Verðbólgudraugurinn er farinn að bitna harkalega á veskjum landsmanna þegar kemur að matarinnkaupum. Verð á mjólkurlítranum til bænda hefur hækkað stöðugt vegna hækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagsnefnd búvara hækkaði verðið nú um mánaðamótin. Frá því í ágúst síðastliðnum hefur verðið hækkað úr 111,89 krónum í 124,96 krónur sem gerir hækkun upp á 11,6%. Neytendur eigi rétt á vernd fyrir hækkunum Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að það sé ekki hægt að velta öllum byrðunum yfir á neytendur. „Þetta er náttúrulega alveg galið að vara sem nýtur tollverndar og einokunarverndar sé að hækka umfram almennt verðlag. Við eigum skilið og eigum rétt á vernd fyrir þessum hækkunum,“ sagði hann um hækkanirnar en það sé þó ekki við bændur að sakast heldur komi mun fleira til. „Ég sé bændur ekkert ríða feitum hesti frá þessari aðferðarfræði sem er notuð í dag og ég held að við verðum að endurskoða kerfið eins og það er. Við erum með tolla á alls kyns vörum, við erum með tollmúra í kringum franskar kartöflur sem eru ekki einu sinni framleiddar hér á Íslandi, við erum með tollmúra í kringum alls konar iðnaðarframleiðslu á alifuglum og alisvínum og svo framvegis,“ sagði Breki um núverandi kerfi. Þetta bitni mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þær herðar þurfa alltaf að bera þyngstu byrðarnar og við það verður ekki unað,“ bætti hann við að lokum.
Neytendur Landbúnaður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira