Körfubolti

Lakers vann mikilvægan sigur | Úrslitin ráðin í Austurdeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Enn möguleiki á úrslitakeppni.
Enn möguleiki á úrslitakeppni. Kevork Djansezian/Getty Images

Það er mikil spenna fyrir lokaumferðirnar í Vesturdeildinni í NBA körfuboltanum á meðan ljóst er hvaða lið eiga enn möguleika á að vinna þann stóra úr Austurdeildinni.

Tíu leikir fóru fram í deildinni í nótt og var mismikið undir í þeim.

LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers unnu lífsnauðsynlegan sigur á Phoenix Suns, 121-107 þar sem D´Angelo Russell var stigahæstur með 24 stig en Anthony Davis var sömuleiðis atkvæðamikill með 14 stig og 21 frákast.

Lakers er í 7.sæti Vesturdeildarinnar en eygir þess enn von um að ná upp í 6.sæti sem gefur beinan keppnisrétt í úrslitakeppni á meðan sjöunda sætið þýðir að liðið þarf að fara í gegnum umspil.

Í Austurdeildinni er allt komið á hreint fyrir úrslitakeppnina þar sem Brooklyn Nets vann sigur á Orlando Magic og tryggði sér hið eftirsótta 6.sæti deildarinnar. 

Miami Heat, Atlanta Hawks, Portland Trail Blazers og Chicago Bulls fara í umspil um síðustu tvö lausu sætin í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×