„Haltu kjafti, þú ert ömurlegur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2023 09:00 Vincius Jr. og Gavi voru orðnir ansi nánir í leiknum í gær. Vísir/Getty Vincius Jr. skoraði eitt mark fyrir Real Madrid þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Barcelona á Nou Camp í fyrrakvöld. Hann lenti í útistöðum við Gavi í leiknum og lét Spánverjann unga heyra það svo um munaði. Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Real Madrid sló Barcelona út úr spænska konungsbikarnum á miðvikudagskvöldið eftir 4-0 stórsigur á Nou Camp. Karim Benzema skoraði þrennu í leiknum en Vinicius Jr. kom Real á bragðið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Vinicius Jr. lenti í útistöðum við Gavi, ungstirni Barcelona, í leiknum og fékk gult spjald í fyrri hálfleiknum. Undir lok leiksins var honum svo skipt af velli og þá sauð upp úr. „Haltu kjafti, þú ert ömurlegur,“ öskraði Vinicius að Gavi og þurftu liðsfélagar hans að halda honum til að koma í veg fyrir að hann nældi sér í annað gult spjald. Þetta var ekki það eina sem Vinicius Jr. sagði í leiknum og fór hegðun hans í taugarnar á mótherjum hans. „Vinicius þarf að einbeita sér að fótbolta. Hann er frábær leikmaður en ég varð pirraður í dag því hann sagði ýmislegt við okkar leikmenn allan leikinn,“ sagði Ronald Arajuo varnarmaður Barcelona eftir leik. Gríðarlegur fögnuður eftir ræðu Ancelotti Skiljanlega var stemmningin í klefa Real í hæstu hæðum eftir sigurinn á heimavelli erkifjendanna. Leikmenn dönsuðu í búningsklefanum með þá Eder Militao og Antonio Rudiger fremsta í flokki. Real Madrid mætir Osasuna í úrslitaleik konungsbikarsins þann 6. maí. Dressing room vibes @realmadrid pic.twitter.com/QJO0g7GOxi— 433 (@433) April 6, 2023 Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í klefanum þegar Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real, hélt sína ræðu í klefanum. Ancelotti nýtur mikillar virðingar innan leikmannahóps Real en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Brasilíu að undanförnu. „Í fyrsta lagi er ég stoltur. Í öðru lagi þá laug ég að ykkur, þetta var ekki úrslitaleikur. Þetta voru undanúrslit og við eigum einn úrslitaleik eftir. Í þriðja lagi, hlustið vel, á morgun er frí!“ sagði Ancelotti og leikmennirnir fögnuðu sem óðir væru. The biggest cheer of the night: Real Madrid s players when Ancelotti gives them the day off pic.twitter.com/zru6l1gBCH— The Spanish Football Podcast (@tsf_podcast) April 6, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira