„Óformlegar viðræður“ um endurreisn Hringbrautar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 22:05 Sigmundur Ernir Rúnarsson. vísir/arnar Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir að áhugi sé fyrir því meðal fjárfesta að endurreisa sjónvarpsstöðina Hringbraut. Greinilegur söknuður sé af stöðinni. „Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“ Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Ég er algjörlega talsmaður þess. Ég stofnaði Hringbraut og ætla ekki að drepa endurlífgunarhugmyndir,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Vísi, spurður út í fyrrgreinda hugmynd. Sjónvarpsstöðin Hringbraut er á meðal þeirra miðla sem útgáfufélagið Torg rak. Stöðin fór í loftið í febrúarmánuði 2015 en útsendingum var hætt 31. mars síðastliðinn, samhliða því að útgáfu Fréttablaðsins var hætt. DV.is og Hringbraut.is voru einu miðlarnir sem komust lífs af úr breytingunum. Greinilegur söknuður „Fjárfestar hafa komið að máli við mig og sýnt þessu áhuga. Það er ekkert fast í hendi, þetta eru bara óformlegar viðræður. Það hefur samt sem áður komið mér ánægjulega á óvart hvað Hringbraut nýtur mikils velvilja og góðs orðspors meðal almennings og ég held að fjárfestar greini það,“ segir Sigmundur og bætir við: „Þetta er íslensk sjónvarpsstöð sem hefur framleitt íslenskt sjónvarpsefni án nokkurra stæla og lagt alúð við efniviðinn en ekki útlitið. Það er greinilega mikill söknuður af stöðinni.“ Rekstur stöðvarinnar hafi hins vegar verið basl. „Það er bara saga íslenskra fjölmiðla sem eru utan ríkisforsjár, stöðin skar sig ekkert úr að því leyti.“ Í hópnum Fjölmiðlanördar á Facebook hefur fall Fréttablaðsins og rekstur Hringbrautar verið til umræðu síðustu daga. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir meðal annars að efnið á miðlunum hafi ekki verið notað til að búa til „öflugan vef“. „Eins var með sjónvarpsstöðina, þau sendu út línulega en vantaði mikið upp á framsetningu efnisins á netinu,“ skrifar Egill jafnframt. Spurður út í þau orð Egils segir Sigmundur Ernir: „Nei, það er ekki rétt. Það var gert með reglulegum hætti. Við höfðum bara ekki jafn mikinn mannskap og hann hefur til að sinna því.“
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira