Diddy segist þurfa að borga Sting 5.000 Bandaríkjadali á dag til dauðadags Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 16:45 Sting og Diddy saman á Grammy-hátíðinni 2018. Christopher Polk/Getty Tónlistarmógullinn Diddy, einnig þekktur sem Sean Combs eða Puff Daddy, greindi frá því nýverið að hann þurfi að borga tónlistarmanninum Sting fimm þúsund Bandaríkjadali á dag vegna lagabúts sem hann fékk ekki leyfi fyrir árið 1997. Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy. Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Ástæðan ku vera að þegar Diddy gaf út lagið sitt I'll Be Missing You notaði hann hljóðbút úr laginu Every Breath You Take eftir Police frá 1983. Hins vegar gleymdi Diddy að biðja um leyfi fyrir notkun á hljóðbútnum. Fyrir vikið segist hann hafa neyðst til að borga fasta summu fyrir notkunina á hverjum degi síðan. Árið 2018 fór Sting í viðtal hjá The Breakfast Club þar sem hann staðfesti þann orðróm að Diddy þyrfti að borga honum tvö þúsund Bandaríkjadali á hverjum degi. Myndbandsklippa úr þættinum fór nýverið aftur á flug og í gær deildi Diddy myndbroti úr þættinum á Twitter. Þar leiðrétti hann Sting og sagði að upphæðin væri í raun fimm þúsund Bandaríkjadalir á dag. Nope. 5K a day. Love to my brother @OfficialSting! https://t.co/sHdjd0UZEy— LOVE (@Diddy) April 5, 2023 Frá því að I'll Be Missing You kom út 7. maí árið 1997 hafa liðið 9.465 dagar. Að því gefnu að Diddy sé búinn að borga fimm þúsund Bandaríkjadali á dag reiknast manni til að hann sé búinn að borga Sting rúmlega 47 milljónir Bandaríkjadala. Líklega hafa orðið einhverjar breytingar á summunni með tilliti til verðbólgu og útbreiðslu lagsins. Þó er ljóst að kostnaður Diddy hleypur á mörgum milljónum. Þrátt fyrir þennan kostnað Diddy eru hann og Sting góðir félagar í dag enda eru fimmþúsund dalir eflaust aðeins dropi í hafið fyrir atorkusaman athafnamann eins og Diddy.
Tónlist Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira