„Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 15:32 Aflífa þarf nærri sjö hundruð kindur. Vísir/Vilhelm Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil. Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira