Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 13:30 Viggó Kristjánsson kominn í færi á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“ Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira