Körfubolti

Bestu til­þrif tíma­bilsins: „Í­þrótta­mennskan er komin á eitt­hvað allt annað stig“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristófer Acox átti bestu tilþrif tímabilsins
Kristófer Acox átti bestu tilþrif tímabilsins Vísir/Hulda Margrét

Körfuboltakvöld var á sínum stað í gærkvöldi eftir að lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta fór fram á föstudagskvöld. Í þættinum var meðal annars farið yfir tíu bestu tilþrif tímabilsins.

„Eitt sem mig langar að segja. Af því að það er búið að ræða um þessa deild okkar mjög mikið og svoleiðis. Tilþrifin í þessari deil. Ég hef aldrei séð svona áður. Íþróttamennskan er komin á eitthvað allt annað stig,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins um tilþrifin.

Hann spurði þá Hermann Hauksson og Sævar Sævarsson, sérfræðinga þáttarins, út í það hversu miklar framfarirnar hafi verið undanfarin ár og þeir voru sammála um það að deildin hafi tekið ótrúlegt stökk.

Án þess að fara of djúpt út í hvað var rætt áður en tilþrifin voru svo loks sýnd má sjá umræðuna og tilþrifin hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrif tímabilsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×