„Myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 08:00 Einar Andri Einarsson þjálfaði Aftureldingu á sínum tíma en þjálfar í dag U-21 árs landslið Íslands. Vísir „Það hefur verið umræða að undanförnu með körfuboltann og útlendingana þar. Olís deildin er í hina áttina, alveg byggð upp á Íslendingum. Þetta er frábær vettvangur fyrir unga og góða leikmenn til að móta sinn leik og verða betri,“ sagði Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti hlaðvarps Seinni bylgjunnar. Stefán Árni var að ræða við Einar Andra Einarsson sem er í dag þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta. Einar Andri hefur einnig þjálfað í Olís deildinni og þekkir því bæði deildina sem og leikmenn hennar betur en flest. „Ég get bara nefnt sem dæmi að við Róbert Gunnarsson vorum með U-21 árs landsliðið út í Frakklandi um daginn. Vorum að spjalla við Frakkana, þeir með frábært lið og frábæra leikmenn en leikmennirnir þeirra eru margir hverjir bara að spila í varaliðum og akademíu deildum.“ „Þeir kvarta mikið yfir því að þeirra leikmenn séu ekki að spila á nógu háu gæðastigi. Á meðan okkar leikmenn eru að spila í efstu deild hérna, nánast allir með hlutverk og að spila vel. Deildin er að virka eins og maður vill sjá. Auðvitað er mikilvægt að vera með eldri leikmenn sem miðla til þeirra yngri og hjálpa þeim. Þannig að þetta sé samkeppni.“ „Ég myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar,“ bætti Einar Andri við endingu áður en Stefán Árni spurði hversu mikilvægt það væri fyrir leikmenn U-21 árs landsliðsins að fá fullt af mínútum, tækifæri til að gera fullt af mistökum og spila fullorðins handbolta. „Það er náttúrulega bara forsendan og má við þetta bæta að leikmenn eru ekki bara að spila og fá mínútur. Liðin hérna heima eru að vinna vel, þjálfararnir í deildinni eru virkilega flottir og færir. Allir menntaðir með sinn stíl og umgjörðin komin langt. Það hjálpar líka leikmönnum, að vera með góða þjálfara og með góðu umhverfi. Öll liðin eru að gera sitt besta hvað það varðar. Heildarpakkinn er góður,“ sagði Einar Andri að lokum um þetta málefni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Stefán Árni var að ræða við Einar Andra Einarsson sem er í dag þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í handbolta. Einar Andri hefur einnig þjálfað í Olís deildinni og þekkir því bæði deildina sem og leikmenn hennar betur en flest. „Ég get bara nefnt sem dæmi að við Róbert Gunnarsson vorum með U-21 árs landsliðið út í Frakklandi um daginn. Vorum að spjalla við Frakkana, þeir með frábært lið og frábæra leikmenn en leikmennirnir þeirra eru margir hverjir bara að spila í varaliðum og akademíu deildum.“ „Þeir kvarta mikið yfir því að þeirra leikmenn séu ekki að spila á nógu háu gæðastigi. Á meðan okkar leikmenn eru að spila í efstu deild hérna, nánast allir með hlutverk og að spila vel. Deildin er að virka eins og maður vill sjá. Auðvitað er mikilvægt að vera með eldri leikmenn sem miðla til þeirra yngri og hjálpa þeim. Þannig að þetta sé samkeppni.“ „Ég myndi segja að deildin okkar væri á mjög góðum stað hvað þetta varðar,“ bætti Einar Andri við endingu áður en Stefán Árni spurði hversu mikilvægt það væri fyrir leikmenn U-21 árs landsliðsins að fá fullt af mínútum, tækifæri til að gera fullt af mistökum og spila fullorðins handbolta. „Það er náttúrulega bara forsendan og má við þetta bæta að leikmenn eru ekki bara að spila og fá mínútur. Liðin hérna heima eru að vinna vel, þjálfararnir í deildinni eru virkilega flottir og færir. Allir menntaðir með sinn stíl og umgjörðin komin langt. Það hjálpar líka leikmönnum, að vera með góða þjálfara og með góðu umhverfi. Öll liðin eru að gera sitt besta hvað það varðar. Heildarpakkinn er góður,“ sagði Einar Andri að lokum um þetta málefni. Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira