Bayern gekk frá Dortmund á tíu mínútna kafla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2023 18:50 Thomas Müller skoraði tvö í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München vann Borussia Dortmund 4-2 í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Gregor Kobel, markvörður Dortmund, vill helst gleyma leik dagsins sem allra fyrst. Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira