Bayern gekk frá Dortmund á tíu mínútna kafla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2023 18:50 Thomas Müller skoraði tvö í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images Bayern München vann Borussia Dortmund 4-2 í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Gregor Kobel, markvörður Dortmund, vill helst gleyma leik dagsins sem allra fyrst. Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Heimamenn í Bayern komust yfir eftir aðeins þrettán mínútur þökk sé einu undarlegasta sjálfsmarki síðari ára. Dayot Upamecano, miðvörður Bayern, á þá hættulitla sendingu fram völlinn sem Kobel kemur út úr marki sínu – og vítateig – til að hreinsa. Það fer þó ekki betur en svo en Kobel misreiknar boltann hrikalega, hittir hann lítið sem ekki neitt en þó nóg til að boltinn breyti um stefnu og endi í netinu. Hreint út sagt ótrúlegt mark í alla staði og var allt loft úr gestunum í kjölfarið. Thomas Müller tvöfaldaði forystu Bayern fimm mínútum síðar og hann bætti svo við öðru marki sínu fimm mínútum eftir það. Staðan því orðin 3-0 eftir aðeins 23. mínútna leik. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en segja má að leiknum hafi í raun þá verið lokið. Kingsley Coman kom Bayenr í 4-0 í upphafi síðari hálfleiks en Dortmund klóraði aðeins í bakkann undir lok leiks. Emre Can skoraði úr vítaspyrnu og Donny Malen skoraði annað mark gestanna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur á Allianz-vellinum 4-2 heimamönnum í vil sem eru komnir aftur á topp deildarinnar. Frábær byrjun fyrir Thomas Tuchel, nýjan þjálfara Bayern. Staðan í deildinni er nú þannig að Bayern trónir á toppnum líkt og svo oft áður, með 55 stig. Þar á eftir kemur Dortmund með 53 stig og Union Berlín með 51 stig í 3. sætinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira