Harmar þróunina á fjölmiðlamarkaði Samúel Karl Ólason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 31. mars 2023 12:19 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Það er mikið áhyggjuefni að verið sé að hætta útgáfu Fréttablaðsins og útsendingum Hringbrautar. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og segist hún harma þessa þróun. Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Lilja segir starfsumhverfi fjölmiðla um heiminn allan búið að gjörbreytast með tilkomu samfélagsmiðla og annarra efnisveita. „Það sem við erum að gera núna er að reyna að ná betri tökum á þessu, bæði með því að nú var verið að kynna í ríkisfjármálaáætlun mögulegan skattalegan stuðning við íslenska fjölmiðla,“ segir Lilja. Hún segir að það verði hennar eitt af hennar megin hlutverkum á þessu kjörtímabili, að hlúa betur að fjölmiðlamarkaði. „Þetta snýr að þessari lýðræðislegu umræðu sem er svo dýrmæt í öllum þjóðfélögum. Það er mjög brýnt að við náum betri tökum á þessu,“ segir Lilja. Í ríkisfjármálaáætlun var kynntur aukinn stuðningur við fjölmiðlafyrirtæki sem nær tveimur milljörðum á næstu fimm árum, samkvæmt Lilju. „Nú förum við í að útfæra þetta en ég var mjög ánægð með að sjá að þessi tillaga náði brautargengi inn í ríkisfjármálaáætlun.“ Lilja segir einnig að verið sé að skoða leiðir til að auka skattalegt jafnræði milli innlendra og erlendra aðila, sem hafa sogað til sín sífellt meira af innlendum auglýsingamarkaði. „Ég hef komið með tillögur þess efnis og ég vonast til að þær nái brautargengi mjög fljótlega,“ segir Lilja, því staðan sé alvarleg og verði þróunin eins og hún hafi verið liggi fyrir að það muni draga úr lýðræðislegri umræðu hér á landi. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir í viðtali við Vísi í dag að yfirvöld hafi ítrekað svikið loforð þess efnis að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og skattleggja erlenda aðila sem taki stóran hluta af kökunni. Lilja sagði í febrúar í fyrra enn stefna ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þeirri skoðun hefur hún haldið fram sem ráðherra í málaflokknum um árabil án þess að breyting hafi orðið á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Þá sagði Lilja í febrúar 2021 að skattlagning á erlendar streymisveitur og samfélagsmiðla á borð við Facebook væri mjög brýnt mál. Tveimur árum síðar hefur ekki orðið breyting á umhverfi aðila á borð við Netflix og Facebook hér á landi.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Nýjung í fjölmiðlasögunni og kveikjan að stjórnskipunarlegri byltingu Blað var brotið í fjölmiðla- og stjórmálasögu Íslands þegar Fréttablaðið byrjaði að koma út fyrir rúmum tuttugu árum. Það var fyrsta frídreifingarblað landsins og kom við sögu þegar forseti beitti synjunarvaldi í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. 31. mars 2023 11:37
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42