Minnst þrjátíu og fimm létust þegar gólf gaf sig og tugir féllu í brunn Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2023 10:23 Margir féllu ofan í brunninn og minnst 35 létust. AP Að minnsta kosti þrjátíu og fimm létu lífið þegar gólf í musteri Hindúa á Indlandi gaf sig í morgun. Fólkið féll ofan í vatnsbrunn sem var undir gólfinu og drukknaði en vatnið mun hafa verið um átta metrar á dýpt. Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi. Indland Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Enn er verið að leita í brunninum og er eins manns saknað, samkvæmt AP fréttaveitunni. Mikill fjöldi fólks var í musterinu þar sem trúarhátíð var í gangi. en björgunarfólki tókst að bjarga fjórtán á lífi upp úr brunninum. Nrendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segist harmi sleginn yfir slysinu. Staðarmiðlar segja að musterið hafi verið byggt fyrir um fjörutíu árum en áður hafði brunnurinn verið byrgður og tekinn úr notkun. Margir sátu á loki brunnsins og voru við bænir þegar það gaf sig. Vitni sagði Times of India að fólk hefði ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Fyrst hefði hávær hvellur heyrst og svo hefði gólfið gefið sig og við það hefðu gestir musterisins sem voru við bænir fallið ofan í holuna. Um 140 manns, og þar á meðal hermenn, hafa komið að björgunarstörfum og var notast við stiga og reipi til að koma fólki, bæði látnu og lifandi, upp úr brunninum. Þá var vatni dælt úr honum. Times of India segir að eigendum musterisins hafi verið skipað í janúar að opna brunninn þar sem lokun hans hefði verið ólögleg og hættuleg. Atvik sem þessi eru ekki óalgeng á Indlandi. Í október hrundi aldargömul brú í á í Gujarat en þá voru hundruð manna á brúnni og minnst 132 dóu. Það slys var það versta á Indlandi um árabil. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan má sjá myndefni frá vettvangi.
Indland Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent