Sveindís og stöllur unnu fyrri leik liðanna 1-0 og nægði því jafntefli í leik kvöldsins til að koma liðinu í undanúrslit.
Alexandra Popp kom heimakonum í forystu með marki eftir tuttugu mínútna leik, en tíu mínútum síðar jafnaði Kadidiatou Diani metin fyrir gestina.
Ekki urðu mörkin þó fleiri og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli og samanlagður 2-1 sigur Wolfsburg sem er nú á leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Í undanúrslitunum mætir Wolfsburg liði Arsenal sem sló Íslendingalið Bayern München úr leik í átta liða úrslitum.
SCHLUSS! HALBFINALE!!! 💚🙌😍#WOBPSG #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/9KALqfXkUd
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 30, 2023