Lífið

Losnaði við appelsínuhúðina í meðferðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín hefur farið í húðmeðferðir með góðum árangri.
Kristín hefur farið í húðmeðferðir með góðum árangri.

Ný þáttaröð af Spegilmyndinni á Stöð 2 hóf göngu sína í síðustu viku. Í þætti gærkvöldsins ræðir Marín Manda við húðlækna um mismunandi lasermeðferðir til að bæta og yngja upp húðina og kynnist áhugaverðum líkamsmeðferðum sem vinna á appelsínuhúð, erfiðri fitusöfnun, bólgum, bjúg og slappri húð á líkamsmeðferðarstofum.

Í þættinum sjá áhorfendur nokkra aðila fara í gegnum ólíka húð -og líkamsmeðferðir. The House of Beauty er líkamsmeðferðarstofu sem Sigrún Lilja Guðjónsdóttir rekur en þangað sækja konur á öllum aldri. Ein vinsælasta meðferðin kallast Velashape en meðferðin vinnur á staðbundinni fitu og þéttir húð án inngripa.

Kristín Ósk Wium hefur stundað meðferðir á staðnum í þónokkurn tíma og hún segir að það hafi breytt lífi sínu. Hún sé orðin töluvert meðvitaðri um heilsuna en aðal ávinningurinn er að hún hefur fundið sjálfstraustið á ný.

„Ég var ekkert voðalega ánægð með sjálfan mig og vissi í raun ekkert hvernig ég ætti að fara að því að laga mig til ef svo má að orði komast,“ segir Kristín.

„Ég á þrjú börn og því fylgir slappari húð á maganum, slit, ör og maður er líka á þeim aldri að maður er komin með appelsínuhúð og svona,“ segir Kristín sem hefur aðallega verið í umræddum Velashape meðferðum.

„Ég get bara svarað fyrir mig en þessar breytingar voru svakalegar og eftir sex vikur var ég orðin allt önnur manneskja. Appelsínuhúð var ekki til. Ég er með ör og þau minnkuðu um helming,“ segir Kristín og bætir við að slitin á maganum hafi minnkað umtalsvert.

Klippa: Losnaði við appelsínuhúðina í meðferðinni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.