Skemmtistað Óla Geirs í Keflavík lokað Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2023 15:46 Skemmtistaðnum LUX í Keflavík hefur verið lokað. Óli Geir er eigandi staðarins. Vísir Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess. Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Skemmtistaðurinn LUX Keflavík var fyrst opnaður í apríl á síðasta ári. Eigandi LUX er plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir Jónsson, oftast þekktur sem DJ Óli Geir. Hann var valinn Herra Ísland árið 2005. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti samt sem áður að halda þar einkasamkvæmi og tónleika með tónlistarmanninum Flóna laugardaginn 25. mars. Þegar gestir mættu á svæðið var þó búið að innsigla staðinn og enginn komst inn. Þurftu gestir því að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í Keflavík, Paddy's. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Óla Geir vegna málsins. Hann svaraði í símann í byrjun vikunnar og eftir að blaðamaður kynnti sig bað Óli um að hringt væri í sig klukkutíma síðar. Þegar það var gert svaraði Óli ekki og hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum síðan þá. Rétt er að benda á að engin tenging er á milli skemmtistaðanna LUX í Reykjavík og LUX í Keflavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur LUX nightclub í Reykjavík staðið í aðgerðum til þess að ná því fram að LUX í Keflavík myndi hætta notkun á vörumerkinu þar sem þeir telja sig vera réttmætir eigendur þess.
Veitingastaðir Næturlíf Reykjanesbær Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira