Fjölskyldufaðir svarar kallinu og framleiðir íslenskt barnaefni á YouTube Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. mars 2023 20:01 Ofurhetjan Sólon er ný viðbót við íslenskt barnaefni. Aðsend Fjölskyldufaðirinn Einar Björn Þórarinsson hafði rekið sig á mikinn skort á íslensku barnaefni á YouTube þegar hann ákvað að ráðast í verkið sjálfur. Hann stofnaði YouTube rásina Sólon Barnaefni þar sem ofurhetjan Sólon býður upp á fræðandi skemmtun fyrir börn á öllum aldri. „Þessi hugmynd kviknaði í rauninni bara þegar ég var að skrolla í gegnum YouTube í leit að efni fyrir dóttur mína og mér fannst lítið af íslensku efni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið framboð er þó af erlendu efni og ættu foreldrar ungra barna að kannast við bandarísku YouTube-stjörnuna Blippi sem hefur framleitt barnaefni frá árinu 2014. Hann með rúmlega 17 milljónir áskrifendur en mörg hundruð milljónir horfa á myndbönd hans. Finnst gaman að haga sér eins og kjáni fyrir framan fólk „Mér fannst þetta virka eitthvað svo einfalt og þá fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna enginn væri að gera svona myndbönd á íslensku. Mér datt samt ekkert í hug að gera þetta sjálfur fyrr en annað fólk fór að benda mér á að ég væri góður kandídat í þetta.“ Einar er mikill tónlistarmaður. Hann getur spilað á flest hljóðfæri, getur sungið og á auðvelt með að semja lög. Þá hefur hann einnig starfað með börnum sem íþróttakennari. Sú hugmynd að fara að framleiða barnaefni hljómaði því ekki svo galin. „Ég er líka frekar barnalegur í eðli mínu eða kannski ekki barnalegur heldur finnst mér bara gaman að haga mér eins og kjáni fyrir framan fólk. Ég skammast mín ekkert mikið. Þannig þetta lá eiginlega bara augum uppi þegar fólk fór að benda mér á það.“ Einar ásamt dóttur sinni.Aðsend Hafa þurft að klóra sig í gegnum hinar ýmsu áskoranir Þannig varð persónan Sólon til. Sólon er ofurhetja sem býr á sólinni. Hann ferðast til jarðarinnar til þess að skoða spennandi staði, syngja og spila lög og til þess að fræða börn og hafa gaman. Besti vinur Sólons er Bína kanína sem tekur á móti honum þegar hann kemur til jarðarinnar og þau sprella saman og læra nýja hluti. Tæp tvö ár eru síðan hugmyndin kviknaði en ferlið hefur tekið langan tíma. Einar framleiðir efnið alveg sjálfur með aðstoð eiginkonu sinnar sem er á tökuvélinni. Ferlinu hafa fylgt ýmsar áskoranir sem þau hafa þurft að klóra sig í gegnum samhliða því að vera í öðrum vinnum. „Ég er að jöggla alveg rosalega mörgum boltum í dóti sem ég hef enga reynslu af. Allt í einu þurfti ég að kaupa míkrófóna og búa til vefsíðu og eitthvað svona sem ég hef aldrei gert. Ég er alveg tækniheftur. Ég hef til dæmis ekkert verið með Instagram eða TikTok eða neitt svoleiðis en ég er svona að læra á það allt fyrst núna,“ segir Einar sem þurfti einnig að ráðast í það vandasama verk að hanna ofurhetjubúning. „Ég byrjaði á því að fara í Nexus og skoða teiknimyndablöð og fá hugmyndir af búningum. Svo talaði ég við fyrirtæki í Bandaríkjunum en það ferli tók alveg hálft þar sem við vorum að hanna búninginn í gegnum tölvupóstasamskipti. Ég var mjög sáttur við útkomuna.“ Búinn að setja upp „green screen“ heima hjá sér YouTube rásin fór í loftið fyrir tveimur dögum síðan en þar er nú þegar að finna tvo þætti og eitt tónlistarmyndband. „Ég mun koma til með að fara á alla svona helstu áfangastaði sem krökkum finnst að jafnaði spennandi. Ég er búinn að taka upp í Ævintýralandi, fara á skip, baka pítsu og fara í dýragarðinn Slakka. Svo ætla ég að tala við slökkviliðið og fara í Hljóðfærahúsið og alls konar skemmtilegt,“ segir Einar sem er einnig búinn að setja upp „green screen“ heima hjá sér, þar sem hann hyggst taka upp skemmti- og fræðsluefni. Þá er Sólon einnig kominn á Spotify þar sem hann hefur þegar gefið út tvö lög: Hreyfingarlagið og Ímyndunarlagið. „Ég legg mikið upp úr tónlistinni en vinnan á bak við hvert lag tekur alveg svakalega langan tíma, því ég er einn að spila á öll hljóðfærin. Þannig ég byrja á því að taka upp trommurnar, svo gítarinn og koll af kolli. Svo þarf að mixa þetta allt og mastera en ég fæ góða aðstoð við það.“ Sólon kíkti meðal annars í Fjölskylduland í góðra vina hópi.Sólon Draumurinn að sjá börn í Sólon búningi Einar segir viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Ég var alveg að búast við einhverju skítkasti. Þetta er líka bara svo fyndið því það vissu ekkert margir að ég væri að vinna að þessu. Þegar ég mætti í fótbolta með strákunum þá voru þeir alveg í smá sjokki, bara: Hvað ertu eiginlega að gera? Hvaðan kom þetta?. En svo segja þeir bara að þetta sé snilld.“ Fyrsti þátturinn er strax kominn með rúmlega fjögur þúsund spilanir sem bendir til þess ofurhetjan Sólon sé kærkomin viðbót við þá flóru af erlendu efni sem er að finna á YouTube. „Ég vona að ég geti haft einhverjar tekjur upp úr þessu og að ég geti farið að skemmta og jafnvel halda tónleika og svona því ég ætla að gefa út fleiri lög. En ég vona auðvitað fyrst og fremst að krakkarnir njóti þess að horfa á þetta. Ég sé alltaf fyrir mér krakka í svona Sólon bol eða Sólon búningi, það myndi hitta mig alveg beint í hjartastað.“ Draumur Einars er að sjá börn klæðast Sólon búningi einn daginn.Aðsend Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Þessi hugmynd kviknaði í rauninni bara þegar ég var að skrolla í gegnum YouTube í leit að efni fyrir dóttur mína og mér fannst lítið af íslensku efni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið framboð er þó af erlendu efni og ættu foreldrar ungra barna að kannast við bandarísku YouTube-stjörnuna Blippi sem hefur framleitt barnaefni frá árinu 2014. Hann með rúmlega 17 milljónir áskrifendur en mörg hundruð milljónir horfa á myndbönd hans. Finnst gaman að haga sér eins og kjáni fyrir framan fólk „Mér fannst þetta virka eitthvað svo einfalt og þá fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna enginn væri að gera svona myndbönd á íslensku. Mér datt samt ekkert í hug að gera þetta sjálfur fyrr en annað fólk fór að benda mér á að ég væri góður kandídat í þetta.“ Einar er mikill tónlistarmaður. Hann getur spilað á flest hljóðfæri, getur sungið og á auðvelt með að semja lög. Þá hefur hann einnig starfað með börnum sem íþróttakennari. Sú hugmynd að fara að framleiða barnaefni hljómaði því ekki svo galin. „Ég er líka frekar barnalegur í eðli mínu eða kannski ekki barnalegur heldur finnst mér bara gaman að haga mér eins og kjáni fyrir framan fólk. Ég skammast mín ekkert mikið. Þannig þetta lá eiginlega bara augum uppi þegar fólk fór að benda mér á það.“ Einar ásamt dóttur sinni.Aðsend Hafa þurft að klóra sig í gegnum hinar ýmsu áskoranir Þannig varð persónan Sólon til. Sólon er ofurhetja sem býr á sólinni. Hann ferðast til jarðarinnar til þess að skoða spennandi staði, syngja og spila lög og til þess að fræða börn og hafa gaman. Besti vinur Sólons er Bína kanína sem tekur á móti honum þegar hann kemur til jarðarinnar og þau sprella saman og læra nýja hluti. Tæp tvö ár eru síðan hugmyndin kviknaði en ferlið hefur tekið langan tíma. Einar framleiðir efnið alveg sjálfur með aðstoð eiginkonu sinnar sem er á tökuvélinni. Ferlinu hafa fylgt ýmsar áskoranir sem þau hafa þurft að klóra sig í gegnum samhliða því að vera í öðrum vinnum. „Ég er að jöggla alveg rosalega mörgum boltum í dóti sem ég hef enga reynslu af. Allt í einu þurfti ég að kaupa míkrófóna og búa til vefsíðu og eitthvað svona sem ég hef aldrei gert. Ég er alveg tækniheftur. Ég hef til dæmis ekkert verið með Instagram eða TikTok eða neitt svoleiðis en ég er svona að læra á það allt fyrst núna,“ segir Einar sem þurfti einnig að ráðast í það vandasama verk að hanna ofurhetjubúning. „Ég byrjaði á því að fara í Nexus og skoða teiknimyndablöð og fá hugmyndir af búningum. Svo talaði ég við fyrirtæki í Bandaríkjunum en það ferli tók alveg hálft þar sem við vorum að hanna búninginn í gegnum tölvupóstasamskipti. Ég var mjög sáttur við útkomuna.“ Búinn að setja upp „green screen“ heima hjá sér YouTube rásin fór í loftið fyrir tveimur dögum síðan en þar er nú þegar að finna tvo þætti og eitt tónlistarmyndband. „Ég mun koma til með að fara á alla svona helstu áfangastaði sem krökkum finnst að jafnaði spennandi. Ég er búinn að taka upp í Ævintýralandi, fara á skip, baka pítsu og fara í dýragarðinn Slakka. Svo ætla ég að tala við slökkviliðið og fara í Hljóðfærahúsið og alls konar skemmtilegt,“ segir Einar sem er einnig búinn að setja upp „green screen“ heima hjá sér, þar sem hann hyggst taka upp skemmti- og fræðsluefni. Þá er Sólon einnig kominn á Spotify þar sem hann hefur þegar gefið út tvö lög: Hreyfingarlagið og Ímyndunarlagið. „Ég legg mikið upp úr tónlistinni en vinnan á bak við hvert lag tekur alveg svakalega langan tíma, því ég er einn að spila á öll hljóðfærin. Þannig ég byrja á því að taka upp trommurnar, svo gítarinn og koll af kolli. Svo þarf að mixa þetta allt og mastera en ég fæ góða aðstoð við það.“ Sólon kíkti meðal annars í Fjölskylduland í góðra vina hópi.Sólon Draumurinn að sjá börn í Sólon búningi Einar segir viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Ég var alveg að búast við einhverju skítkasti. Þetta er líka bara svo fyndið því það vissu ekkert margir að ég væri að vinna að þessu. Þegar ég mætti í fótbolta með strákunum þá voru þeir alveg í smá sjokki, bara: Hvað ertu eiginlega að gera? Hvaðan kom þetta?. En svo segja þeir bara að þetta sé snilld.“ Fyrsti þátturinn er strax kominn með rúmlega fjögur þúsund spilanir sem bendir til þess ofurhetjan Sólon sé kærkomin viðbót við þá flóru af erlendu efni sem er að finna á YouTube. „Ég vona að ég geti haft einhverjar tekjur upp úr þessu og að ég geti farið að skemmta og jafnvel halda tónleika og svona því ég ætla að gefa út fleiri lög. En ég vona auðvitað fyrst og fremst að krakkarnir njóti þess að horfa á þetta. Ég sé alltaf fyrir mér krakka í svona Sólon bol eða Sólon búningi, það myndi hitta mig alveg beint í hjartastað.“ Draumur Einars er að sjá börn klæðast Sólon búningi einn daginn.Aðsend
Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira