Finnst réttast að dómsmálaráðherra stígi til hliðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2023 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist líta þetta mál, sem fjallar um upplýsingarétt þingsins, afar alvarlegum augum. Vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, breytti vinnulagi Útlendingastofnunar sem hafði þau áhrif að allsherjar- og menntamálanefnd fékk ekki umbeðnar upplýsingar um umsækjendur um ríkisborgararétt. Í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis segir að forsenda þess að þingið geti afgreitt umsóknir með viðunandi hætti þurfi það að fá afhent gögn, eins hratt og beðið hafði verið um. En þegar þetta mál var til umræðu á þingi í gær sagði Jón að ástæða væri til þess að skoða tengsl þingmanna og þeirra útlendinga sem hefðu fengið ríkisborgararétt. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þingmönnum stjórnarandstöðu var heitt í hamsi og fóru hver á fætur öðrum í pontu Alþingis til að bera af sér sakir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. „Þetta er bara ein versta smjörklípa sem ég hef séð. Einfaldlega vegna þess að hún er svo fyrirlitleg en þetta heppnaðist ágætlega hjá honum í gær að draga athyglina frá lögbroti ráðherrans með dylgjum og rógburði um aðra þingmenn en þetta er auðvitað sjálfstætt vandamál að hann leyfi sér að leggjast svona lágt.“ Þórhildur segir að það sé augljóst að tilgangurinn með ummælunum sé að beina athyglinni frá minnisblaðinu. „Það er alveg ljóst að þetta er mjög skýrt álit um að ráðherra hafði ekki heimild til þess að banna Útlendingastofnun að afhenda þinginu þær upplýsingar sem þingið átti rétt á að fá. Þetta er mjög alvarlegt mál vegna þess að upplýsingaréttur þingsins er einn af grunnstoðum þingræðisins á Íslandi og ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eiga að fá að komast upp með það að ákveða fyrir hönd þingsins hvaða upplýsingar það má fá og hvað ekki, þá erum við komin á hættulegar brautir með þrískiptingu ríkisvaldsins og það að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Þingflokksformenn stjórnarandstöðu ráði nú ráðum sínum og skoði möguleg viðurlög. „Auðvitað hefði verið réttast að ráðherrann stigi bara til hliðra, bæðist afsökunar. Hann hefur haldið því fram að hann hafi haft rétt til þess að gera þetta og nú kemur í ljós að þessi rök sem hann hefur haldið uppi standast enga skoðun og eru bara falsrök og þá er rétt að viðurkenna mistök og láta staðar numið.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33 Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“ Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt. 28. mars 2023 18:33
Sakar nefndarmenn á Alþingi um að þiggja gjafir frá hælisleitendum Dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar og aðra Alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem þingið hefur veitt ríkisborgararétt. Nefndin hefur sakað ráðherrann um að hafa brotið lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhendi gögn í tengslum við veitingu á ríkisborgararétt. 28. mars 2023 15:30