Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2023 11:44 Frá Neskaupstað í morgun. Landsbjörg Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða í Neskaupstað í byrjun vikunnar - og mikil úrkoma er í kortunum á Austfjörðum fram að helgi. Björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á Norðfirði, Seyðisfirði og á Eskifjarðarsvæðinu og frekari liðsauki er væntanlegur að sunnan í dag, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Það fara tólf aðgerðastjórar austur með flugi í dag og átta aðstoðarmenn. Veðurspáin er þannig að við viljum hafa fólk nær og undirbúin. Þessar aðgerðir eru liður í því.“ Ætluðu að ná Norrænu Verkefni dagsins felast að mestu í því að koma í veg fyrir frekara tjón; birgja glugga þar sem rúður brotnuðu og slíkt, að sögn Jóns Þórs. Þá sinntu björgunarsveitarmenn útkalli á Fjarðarheiði í morgun. „Norræna er á áætlun í dag þannig að það var viðbúið að einhverjir myndu reyna að komast yfir Fjarðarheiði. Það var tilkynnt í morgun um þrjá bíla sem voru í vandræðum, þeir reyndust vera fjórir sem voru í vandræðum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiðinni. Það fólk var aðstoðað niður en heiðin er ófær eins og stendur,“ segir Jón Þór. Fjarðarheiði er lokuð og verður ekki opnuð í dag, segir á vef Vegagerðarinnar. Í morgun var úrkomuviðvörun uppfærð í appelsínugula fyrir Austfirði en spáð er mikilli snjókomu, sem breytast á í rigningu á sunnanverðum fjörðunum strax í fyrramálið. Og ekkert lát er á úrkomunni fram að helgi, að sögn Eiríks Arnar Jóhannessonar, veðurfræðings. Er þetta varasamt veður sem reiknað er með? „Það er náttúrulega úti viðvörun fyrir snjókomuna, úrkomuviðvörun, og við vitum hvernig ástandið er búið að vera síðustu daga á þessum fjörðum. Það skánar ekki þegar bætir í snjóinn,“ segir Eiríkur.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13 Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Viðvörunin orðin appelsínugul á Austfjörðum Veðurstofan hefur breytt veðurviðvöruninni á Austfjörðum úr gulri í appelsínugula. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld en von er á mikilli snjókomu á svæðinu. 29. mars 2023 11:13
Gekk ekki að fá flugmenn af frívakt á Gæsluþyrluna Ekki tókst að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar útkall barst í gærmorgun eftir rútuslys á Öræfum. 29. mars 2023 07:36
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27